Hindra samkomulag

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hindra samkomulag í nefnd um fjármál stjórnmálaflokkanna, auðvitað af því að þeir hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Málið er ekki flókið, ef menn eru ekki að velta fyrir sér boðum og bönnum. Það eina, sem þarf, er að gera fjármálin gegnsæ, þannig að hver króna, sem gefin er í fé eða fríðu til einstakra frambjóðenda eða framboða, verði gefin upp, gegn skattaafslætti. Þetta er svo sem ekki mikið, sem beðið er um. En Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn telja sér ekki verða refsað í kosningum fyrir þvergirðinginn.