Tvö heilbrigðiskerfi

Punktar

Bandaríska læknatímaritið Journal of the American Medical Association hefur sýnt, að bandaríska heilbrigðiskerfið er lakara en evrópsk kerfi. Það kostar tvöfalt meira og nær minni árangri. Í Bandaríkjunum eru meiri líkur á, að fólk standi utan kerfisins. Miðaldra fólk þjáist þar meira af margs konar sjúkdómum, sumpart vegna nagandi öryggisleysis. Bandaríkjamenn eru sykursjúkir og taugaveiklaðir, hafa hjartatruflanir og krabbamein. Bandaríska heilbrigðiskerfið er fyrir fáa útvalda og þjónar þessum fáu útvöldu verr en evrópsk kerfi þjóna öllum almenningi.