Auðræði ríkir, þar sem frambjóðendur verja mestum hluta tímans til að sníkja peninga hjá hagsmunaaðilum. Mesta peninga fá þeir, sem hafa sýnt eindreginn stuðning við hagsmunaaðilann eða lofa honum. Mestum árangri nær frambjóðandi, sem sameinar þetta einlægri framkomu gagnvart kjósendum, sem telja sér trú um, að hann sé að vinna fyrir þá. Úr þessu verður kerfi pólitíkusa, sem blekkja kjósendur. Menn tala lýðræði en fremja auðræði. Þetta bandaríska kerfi er á leið hingað, þar sem fylgislaus Framsókn veður í peningum handa frambjóðendum, sem bezt geta blekkt þig.