Engin aðlögunarhæfni

Punktar

Hrygglengjan í ISIS glæpasamtökunum eru rúmlega 3000 múslimar úr Evrópu, önnur eða þriðja kynslóð þar í álfu. Fróðlegt væri að kanna, hvers vegna ungt fólk kastar frá sér nýju lífi og gengur til liðs við félag blóðugra trúaróra. Karlar og konur hverfa frá fjölskyldum, jafnvel börnum. Oft er það fyrir tilstilli wahabíta-klerka, sem skólaðir eru og kostaðir af olíupeningum frá Sádi-Arabíu. Mér sýnist þarna liggja að baki grundvallarmunur á íslam og vestrænni trúleysu. Sumir múslimar lagast illa að vestrinu, hverfa af vinnumarkaði og verða að undirstétt, fórnardýrum ofsatrúarklerka. Rót meinsins er engin aðlögunarhæfni.

Skattlagt út úr kreppunni

Punktar

Klisjan: „Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni“ er alveg marklaus. Hún er þrauttuggin klisja án innihalds. Þótt engin ein aðgerð dugi úr kreppu, getur hún gagnast í félagi við aðrar aðgerðir. Í stað orðsins „skattleggjum“ mætti setja orð um hvaða ráðstöfun sem er og komast að sömu marklausu niðurstöðu. „Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni“ er bara dæmi um andlega leti þeirra, sem lifa á pólitískum klisjum. Núna er klisjan notuð til að verja það óverjanlega -lækkun auðlindarentu og auðlegðarskatts. Hluta þess horfna fjár hefði mátt nota til að verja Landspítalann, þar sem niðurskurður hefur verið úr hófi.

13. Barcelona – Placa del Toro

Borgarrölt
Placa del Toro, Barcelona

Placa del Toro

Parc Joan Miró, Barcelona

Parc Joan Miró

Handan við Spánartorg er einn helzti nautaatshringur borgarinnar, Placa del Toro, márískum stíl eins og svo margir nautaatshringir á Spáni. Á bak við hringinn er Parc Joan Miró með stórri höggmynd eftir listamanninn.

Héðan tökum við leigubíl niður í bæ. Skoðun Barcelona er lokið að sinni.

Costa Dorada

Frá Barcelona er stutt að fara um ströndina Costa Dorada til Sitges, 30 kílómetrum sunnan borgarinnar. Þar er strönd og kaffihúsalíf og skemmtilega gamall miðbær.

Lengri ferð má fara suður um ströndina til Tarragona, sem er 100 kílómetrum sunnan við Barcelona. Tarragona er gamall Rómverjabær með miklum fornleifum frá þeim tíma, þar á meðal hringleikahúsi og
borgarmúr. Miðbær Tarragona er frá miðöldum.

Einnig er stutt að heimsækja fjallaklaustrið Montserrat, 60 kílómetrum frá borginni. Þar er fjölbreytt landslag.

Costa Brava

Einnig má fara norður um ströndina Costa Brava, sem er ein fegursta strönd Spánar, með klettum í sjó fram og sandvíkum á milli. Þar er bærinn Gerona, 100 kílómetrum norðan Barcelona, með skemmtilegum miðbæ frá miðöldum, hinum bezt varðveitta á öllum Spáni.

Nú víkur sögunni til Andalúsíu.

Næstu skref

12. Barcelona – Poble Espanyol

Borgarrölt
Palau Nacional, Barcelona

Palau Nacional

Neðan við þetta svæði er Palau Naçional, sem stendur virðulega frammi á fjallsbrún. Þessi mikla höll var reist vegna heimssýningarinnar í Barcelona árið 1929. Þar er til húsa eitt stærsta safn miðaldalistar í heiminum, Museu d’Art de Catalunya. Í brekkunum austan við höllina eru fornminjasafnið, Museu Arqueològic og þjóðfræðisafnið, Museu Etnològic.

Poble Espanyol

Poble Espanyol, Barcelona

Poble Espanyol

Í brekkunum vestan við höllina er eins konar Árbær, Poble Espanyol. Þar hafa verið reistar nákvæmar eftirlíkingar af spönskum húsum, raðað saman eftir landshlutum. Þar má til dæmis finna Katalúníuhverfi, Kastilíuhverfi og Andalúsíuhverfi. Í húsunum eru verzlanir, listiðnaðarverkstæði og veitingastofur. Á kvöldin eru oft ýmsar sýningar, til dæmis dansar, svo og tónleikar og kvöldvökur.

Frá Palau Naçional liggja voldugar tröppur niður brekkuna, inn á milli sýningarhalla kaupstefnunnar í Barcelona, og niður á Spánartorg, Plaça d’Espanya. Þar er gaman að snúa sér við og virða fyrir sér mikilúðlegt útsýnið upp til Palau Naçional.

Næstu skref

11. Barcelona – Montjuïc

Borgarrölt

Parc de la Ciutadella

Fundacio Joan Miró, Barcelona

Fundació Joan Miró

Austan við gamla miðbæinn er mikill garður, Parc de la Ciutadella, þar sem heimssýningin var haldin árið 1888 og þar sem nú er vinsælt að fara í sunnudagsgöngur. Syðst í garðinum er dýragarður borgarinnar, fremur þægilegur garður á nútíma vísu, og fyrir norðan hann er nýlistasafn borgarinnar, Museu d’Art Modern, aðallega með verkum katalúnskra listamanna. Í garðinum er líka þinghús Katalúníu. Milli garðsins og hafnarinnar er uppfylling, þar sem er að rísa ólympíuþorpið fyrir árið 1992.

Montjuïc

Miró, Barcelona

Miró

Vestan við miðbæinn er fjallið Montjuïc. Gott er að fá sér leigubíl upp eða fara með kaðallyftu, en ganga niður. Efst uppi er hernaðarsafnið, Museu Militar. Þaðan er mikið útsýni yfir borgina, höfnina o
g hafið. Fyrir neðan safnið er tívolí-garður með margvíslegum leiktækjum, svo sem Parísarhjóli.

Þar er líka nýlegt safn, Fundació Joan Miró, þar sem sýnd eru verk katalúnska nútímalistamannsins Miró. Safnhúsið er hið frumlegasta að allri hönnun.

Á leiðinni niður komum við næst að svæðinu, þar sem ólympíuleikarnir 1982 verða haldnir. Þar er stóri ólympíuleikvangurinn og margir aðrir keppnisvellir af ýmsu tagi.

Næstu skref

10. Barcelona – Sagrada Família

Þjóðleiðir
Sagrada Familia, Barcelona

Sagrada Família

Parc Güell, Barcelona

Parc Güell

Ef við beygjum inn þvergötuna við Casa Milá, komum við fljótlega að einkennistákni borgarinnar, umdeildri höfuðsmíði arkitektsins Gaudí. Það er kirkjan Temple Expiatori de la Sagrada Família.

Byrjað var að reisa hana fyrir rúmri öld, en hún er enn ekki fullsmíðuð, en turnarnir mörgu, með marglitum mósaíktoppum, rísa í óskipulegri reisn yfir görðunum í kring. Ekki er hægt að lýsa þessu furðuverki í texta. Það tekst betur með ljósmynd, en bezt er þó að koma á staðinn, standa undir berum himni í kirkjuskipinu og horfa upp til turna Gaudís.

Héðan má taka leigubíl og skreppa til Parc Güell. Það er skemmtigarður, sem er teiknaður af enn hinum sama Gaudí. Upphaflega átti þetta að vera hverfi 60 garðíbúða, en aldrei varð af því. Eftir stendur skemmtigarðurinn með Hans og Grétu piparkökuhúsum og skrautlegum hleðslum af ýmsu tagi, draumaheimur fyrir börn á öllum aldri.

Næstu skref

9. Barcelona – Passeig de Gracìa

Borgarrölt

Passeig de Gracìa

Casa Batllo, Barcelona

Casa Batlló

Norður frá Katalúníutorgi liggur breiðgatan Passeig de Gracìa norður um nýja miðbæinn frá því rétt fyrir síðustu aldamót. Þetta var þá helzta og fínasta íbúðahverfi borgarinnar, Eixample, og er nú helzta og fínasta verzlunarhverfi hennar. Á breiðum gangstéttum Gracìa eru oft smakktjöld framleiðenda freyðivíns, sem bjóða gestum og gangandi upp á glas af cava, einkennisvíni Katalúníu.

Við þessa götu eru líka merk hús, einkum
eftir arkitektinn Gaudí. Hægra megin, á nr. 41 og 43 eru hlið við hlið litskrúðug húsin Casa Amatller frá 1900 eftir Josep Puigi Cadafalch í flæmskum stílbrigðum og Casa Batlló, frá 1905 eftir Gaudí, auðþekkjanlegt af bylgjuðum svölum og bjúgu þaki. Nokkru norðar, vinstra megin, á nr. 92, er Casa Milà eða La Pedrera, frá 1905, eftir Gaudí, sjóveikislega bylgjulaga með furðusmíðum á þaki.

Öll þessi hús eru í róttækri útgáfu af ungstíl eða nýstíl aldamótanna, sem hafði meiri áhrif í Barcelona en í flestum öðrum borgum Evrópu.

Næstu skref

C. City

Borgarrölt, London

Eftir fyrstu gönguferðina um búðir St James´s og Mayfair hverfa, er kominn tími til að segja frá tíu almennum skoðunarferðum um aðra markverða staði miðborgarinnar. Við förum frá austri til vesturs, byrjum austast í City og færum okkur síðan til Covent Garden og Soho, enn til St James´s og Mayfair og loks til Westminster.

Vegna stærðar borgarinnar og smæðar bókarinnar verður ekki lýst ferðum um önnur hverfi nálægt miðju og engum ferðum um úthverfin.

Við sleppum öllu fyrir sunnan á, þótt þar á bakkanum sé Þjóðleikhúsið. Við sleppum menntahverfinu Bloomsbury, þótt þar sé háskólinn og British Museum, sem áður hefur verið lýst. Við sleppum Marylebone, enda höfum við þegar lýst söfnunum þar.

Við sleppum jafnvel hverfunum sunnan garða, “vinstri bakkanum”, sem sumir kalla svo. Frá South Kensington höfum við þegar lýst söfnunum, frá Knightsbridge höfum við þegar lýst Harrods og verzlanahverfinu þar í kring, og frá Belgravia og Chelsea höfum við þegar lýst verzlanagötum og veitingahúsum, sem máli skipta.

Til hagræðingar hafa flestar gönguferðir okkar upphaf og endi við stöðvar neðanjarðarlestarinnar.

2. gönguferð:

London Wall

London Wall, London

London Wall

Þegar við komum upp úr Tower Hill neðanjarðarstöð-inni, skulum við fyrst virða fyrir okkur Tower of London, því að héðan er eitt bezta útsýnið til hans. Síðan förum við göng undir götuna að Tower. Á leiðinni eru leifar af London Wall, múrnum, sem Rómverjar létu reisa utan um borgina, þegar Boadicea Keltadrottning hafði rænt hana árið 61. Þá var Londinium, eins og Rómverjar kölluðu hana, ung borg, aðeins tveggja áratuga gömul.

Leifar rómverska múrsins sjást víðar umhverfis City og eru aðallega frá 2. öld. Sumar götur í City sýna enn í nöfnum sínum, hvar hlið voru á virkisveggnum: Ludgate, Newgate, Aldersgate, Moorgate, Bishopsgate og Aldgate. Múrinn var ekki fluttur til, þótt borgin stækkaði, heldur aukinn og endurbættur á sama stað á miðöldum. Mestallt núverandi City, nema Fleet Street svæðið, er innan þess ramma, sem gamli múrinn markaði.

Næstu skref

8. Barcelona – La Boqueria

Borgarrölt
Boqueria, Barcelona

La Boqueria

La Rambla, Barcelona

La Rambla, fuglasali

Við förum til baka eftir Cardenal Casanas til La Rambla og höldum áfram eftir þeirri götu. Til vinstri komum við að höfuðinngangi matvælamarkaðarins í Barcelona. Það er Mercat de Sant Josep, öðru nafni La Boqueria, stálgrinda- og glerhús í ungstíl frá 19. öld (B3). Þar eru stórfenglegar breiður af girnilegum ávöxtum, grænmeti, fiski, skeldýrum og kjöti. Þetta er bezt að skoða á morgnana, því að markaðurinn fjarar út síðdegis.

Næst komum við, líka til vinstri, að Palau de la Virreina. Þar bjó á nýlendutímanum varakonungurinn af Perú, en nú hýsir höllin ýmis söfn og sýningar.

Við höldum áfram eftir eyjunni á miðri La Rambla, göngum fram hjá platantrjám, blómabúðum, fuglabúðum, kaffihúsum og blaðsöluturnum, ef til vill einnig mótmælagöngum, og erum komin til Katalúníutorgs, þar sem við hófum þessa miklu gönguferð.

Næstu skref

7. Barcelona – Plaça Reial

Borgarrölt
Placa Reial, Barcelona

Placa Reial

Barri Gótic, Barcelona 2

Barri Gótic

La Rambla

Hér við Monument a Colom er suðurendinn á La Rambla, helztu röltgötu borgarinnar. Hún liggur héðan til Plaça de Catalunya, þaðan sem við hófum göngu okkar. Við förum eftir henni miðri, þar sem er löng og mjó eyja með platantrjám, blómabúðum, fuglabúðum, kaffihúsum og blaðsöluturnum, en bregðum okkur inn í sumar hliðargötur.

Fyrst komum við að vaxmyndasafninu til hægri í Museu de Cera, á horninu við þvergötuna Passatge Banca. Síðan lítum við til vinstri inn í þvergötuna Carrer Nou de la Rambla, þar sem eitt af húsum Gaudís er rétt við hornið. Það er Palau Güell, virkishús með auðþekkjanlegum skreytingum úr smíðajárni og hefur að geyma leikhúsminjasafn (A4). Á þessum slóðum er Kínahverfið í borginni, Barri Chino, þar sem mikið er um hórur og vasaþjófa.

Plaça Reial

Andspænis götunni, hinum megin við La Rambla, er þvergatan Carrer Colom, sem liggur að lokuðu göngutorgi, Plaça Reial. Það er heildarteiknað torg í stíl við Plaza Mayor í Madrid, með skuggsælum súlnagöngum og kaffihúsum allt um kring.

Á þessu torgi hittast frímerkjasafnarar og myntsafnarar á sunnudagsmorgnum. Á nóttunni eru hér rónar og fíkniefnaneytendur, sem geta valdið óþægindum.

Nokkru norðar á La Rambla komum við vinstra megin að Gran Teatre del Liceu, á horni þvergötunnar Sant Pau. Það er borgaróperan, byggð 1846, með risastórum áhorfendasal, en lætur lítið yfir sér að utanverðu.

Plaça del Pi

Andspænis Liceu liggur þvergatan Cardenal Casanas á ská til norðurs að torgunum Plaça del Pi og Plaça Sant Joseph Oriol undir kirkjunni Mare de Déu del Pi. Á þessum torgum er einn af flóamörkuðum borgarinnar. Þar eru líka oft uppákomur í listum. Norður af Plaça del Pi er heilmikið hverfi verzlana með göngugötum undir þaki, eins konar bazar á austræna vísu, en hreint og fágað á vestræna vísu.

Næstu skref

6. Barcelona – Moll de la Fusta

Borgarrölt
Moll de la Fusta, Barcelona

Moll de la Fusta

Monument a Colom. Barcelona

Monument a Colom

Niðri við höfn förum við yfir Passeig de Colom út á Moll de la Fusta, sem er pálmum skrýtt göngusvæði við lystisnekkjuhöfnina. Við förum þessa leið til hægri, í áttina að Monument a Colom, súlunni miklu, þar sem efst trónir stytta af Kristófer Kólumbusi. Hægt er að fara upp súluna í lyftu og njóta útsýnis í góðu veðri. Torgið umhverfis styttuna heitir Plaça Portal de la Pau.

Í höfninni fyrir framan, undir höllinni Port Autonom, liggur oft eftirlíking í fullri stærð af Santa María, karavellunni, sem flutti Kólumbus í fyrstu Ameríkuferðinni. Vestar á hafnarbakkanum er tollbúðin, virðuleg höll, en landmegin er gamla skipasmíðastöðin í borginni, Drassanes, frá 14. öld, heimsins eina dæmi sinnar tegundar iðnaðarhúsnæðis frá þessum tíma. Þar er nú viðamikið siglingasafn, Museu Marítim.

Tollbúðin, Barcelona

Tollbúðin

Næstu skref

5. Barcelona – Plaça Sant Jaume

Borgarrölt
Placa Sant Jaume, Barcelona

Placa Sant Jaume

Plaça Sant Jaume

Við göngum beinustu leið til baka eftir Princesa, yfir Laietana og áfram eftir götunni Jaume unz við komum inn á borgartorgið Plaça Sant Jaume. Þar er stjórnarráð Katalúníu á hægri hönd og ráðhús Barcelona á vinstri hönd. Stjórnarráðið er mikil höll frá 15. öld, Palau de la Generalitat. Ráðhúsið á móti er frá 14. öld, Ajuntament.

Palau de la Generalitat, Barcelona 2

Palau de la Generalitat

Við skulum ganga eftir sundinu Calle Bisbe Irurita meðfram stjórnarráðinu að dómkirkjunni, sem við vorum áður búin að skoða. Á leiðinni er skemmtileg göngubrú í gotneskum stíl yfir sundið milli húsanna Generalitat og Canonges, þar sem eru skrifstofur formanns stjórnarráðsins. Í þessum höllum er stjórn Katalúníu önnum kafin við að efla sjálfstæði svæðisins gagnvart miðstjórnarvaldinu í Madrid.

Ajuntament, Barcelona

Ajuntament

Við erum nú komin aftur að dómkirkjunni og getum gertð öðrum kosti röltum við eftir göngusundunum og kynnum okkur Barri Gòtic í návígi. Ef við förum eftir sundunum Gegants og Avinyó, göngum við framhjá veitingahúsunum Agut d’Avinyó og El Gran Café. Við tökum almennt stefnuna til suðausturs og endum niðri við höfn. Á leiðinni förum við yfir götuna Ample, þar sem er hótelið Metropol og veitingastaðurinn El Túnel.

Næstu skref

4. Barcelona – Museu Picasso

Borgarrölt
Montcada, Barcelona

Montcada, vinstra megin Picasso-safn

Museu Picasso

Við förum frá Plaça de l’Ángel yfir götuna Laietana og göngum eftir Princesa, unz við komum að sundinu Montcada, þar sem við beygjum til hægri. Þessi gata með gróðurbeðjum á svölum var þegar á 12. öld hverfi höfðingjanna í bænum. Aðalshallirnar þar eru frá 13. til 18. öld. Nú er þar Picasso-safnið til húsa í þremur höllum, á nr. 15-19.

Við komum þar fyrst inn í forgarð, sem er dæmigerður fyrir katalúnskar borgarhallir af þessu tagi. Þetta safn er eitt hið merkasta í borginni og er það við hæfi, því að Picasso lærði að mála í Barcelona, kom hingað 15 ára gamall. Andspænis Picasso-safninu er fatatízkusafnið Museu de tèxtil i de la Indumentària.

Museu Picasso, Barcelona

Museu Picasso, inngangur

Næstu skref

3. Barcelona – Plaça del Rei

Borgarrölt

Barri Gòtic

Museu Frederic-Mares, Barcelona

Museu Frederic-Mares

Hér hefst hinn gotneski, gamli hluti miðborgarinnar, Barri Gòtic, með þröngum og krókóttum húsasundum, fullur af kaffihúsumog veitingahúsum. Nafnið stafar af því, að mörg hús í hverfinu eru í gotneskum stíl frá 13.-15. öld.
Við skulum ganga inn sundið Comtes norðan við kirkjuna. Þar er konungshöll Aragóns vinstra megin sundsins, andspænis dómkirkjunni. Þar bjuggu greifarnir af Barcelona, sem urðu kóngar af Aragón eftir 1137. Núna eru þar söfn. Fyrst komum við að listasafninu Museu Frederic-Marès. Síðan komum við að fornskjalasafninu, sem er í varakonungshöllinni frá endurreisnartíma, Palau del Lloctinent. Hér framundan til hægri er veitingahúsið Cuineta. Við beygjum hins vegar til vinstri og förum inn á konungstorg, Plaça del Rei.

Plaça del Rei

Placa del Rei, Barcelona

Placa del Rei, Torre del Rei Martí vinstra megin, Saló del Tinell fyrir miðju

Við sjáum hér frá Plaça del Rei hina hliðina á varakonungshöllinni. Fyrir enda torgsins er Saló del Tinell, hinn gamli 14. aldar veizlu- og hásætissalur hallarinnar, með frægum tröppum fyrir framan, þar sem Ferdinand Aragónskóngur og Ísabella Kastilíudrottning eru sögð hafa tekið á móti Kristófer Kólumbusi, er hann kom frá fyrstu Ameríkuferð sinni.

Yfir Tinell-sal gnæfir Torre del Rei Martí, 16. aldar útsýnisturn með margra hæða súlnariðum. Hægra megin, andspænis varakonungshöllinni, er konungskirkjan Capella de Santa Agata, gotnesk kirkja frá 14. öld. Suðaustan við torgið, andspænis Tinell-sal, er Casa Clariana Padellòs, 16. aldar hús. Þar og í öðrum mannvirkjum umhverfis torgið er borgarsögusafnið til húsa, Museu d’Història de la Ciutat.

Við göngum áfram suðaustur meðfram Casa Clariana Padellòs og beygjum til vinstri eftir götunni Libreteria, þar sem við komum strax að torginu Plaça de l’Ángel, þar sem hótelið Suizo er. Ef við skreppum norður frá torginu, komum við á Plaça de Ramón Berenguer el Gran, þar sem við sjáum Capella de Santa Agata frá hinni hliðinni, þar sem hún er reist utan í og ofan á gamla borgarmúrnum utan um Barri Gòtic.

Næstu skref

2. Barcelona – Barri Gótic

Borgarrölt
Catedral de Santa Eulalia, Barcelona

Catedral de Santa Eulalia

Gamla hverfið í miðbænum, Barri Gòtic, er sérstaklega skoðunarvert.

Plaça de Catalunya

Við hefjum gönguferðina um gömlu Barcelona á Katalúníutorgi, Plaça de Catalunya, sem er miðtorg borgarinnar. Það er stórt, með gosbrunnagarði í miðju. Við austurhlið þess er vöruhúsið El Corte Inglés. Við göngum meðfram vöruhúsinu og áfram niður göngugötuna Portal de l’Ángel. Smám saman þrengist gatan og endar á Plaça Nova, þar sem dómkirkjuturnar blasa við.

Catedral de Santa Eulalia

Á vinstri hönd okkar er nútímalegt hús með stórri lágmynd eftir Picasso, sem sýnir Katalúna dansa þjóðdans sinn, Sardana. Framundan eru tveir turnar, leifar vesturports rómverska borgarmúrsins frá 4. öld. Hægra megin turnanna er biskupshöllin, Palau Episcopal, og vinstra megin er hús erkidjáknans, Casa de l’Ardiaca, upprunalega frá 11. öld, en endurnýjað á 16. öld.

Catedral de Santa Eulalia var reist á 14. öld og fyrri hluta 15. aldar í gotneskum stíl, en með því katalúnska sérkenni, að kirkjuskipið er aðeins eitt, án hliðarskipa. Inn á milli útveggjastoðanna er skotið ótal smákapellum. Kirkjan var gerð upp á 19. öld og ber að mestu upprunalegan svip. Inni í henni má meðal annars sjá 16. aldar kórhlíf úr hvítum marmara. Hægt er að ganga hægra megin úr dómkirkjunni inn í lítinn og friðsælan klausturgarð frá 15. öld, þar sem gæsir ganga á beit.

Skemmtilegast er að vera hér eftir kl. 12 á sunnudögum, þegar Sardana dansinn byrjar framan við dómkirkjuna. Það er katalúnskur hringdans, nokkuð flókinn, sem er eins konar sjálfstæðisyfirlýsing Katalúna. Á tímum Francos var dansinn bannaður og iðkaður í kyrrþey. Nú er hann framinn af aðvífandi kirkjugestum, ungum sem öldnum. Þessi óskipulagða uppákoma hefur jafnan mikil áhrif á ferðamenn.

Næstu skref