9. Barcelona – Passeig de Gracìa

Borgarrölt

Passeig de Gracìa

Casa Batllo, Barcelona

Casa Batlló

Norður frá Katalúníutorgi liggur breiðgatan Passeig de Gracìa norður um nýja miðbæinn frá því rétt fyrir síðustu aldamót. Þetta var þá helzta og fínasta íbúðahverfi borgarinnar, Eixample, og er nú helzta og fínasta verzlunarhverfi hennar. Á breiðum gangstéttum Gracìa eru oft smakktjöld framleiðenda freyðivíns, sem bjóða gestum og gangandi upp á glas af cava, einkennisvíni Katalúníu.

Við þessa götu eru líka merk hús, einkum
eftir arkitektinn Gaudí. Hægra megin, á nr. 41 og 43 eru hlið við hlið litskrúðug húsin Casa Amatller frá 1900 eftir Josep Puigi Cadafalch í flæmskum stílbrigðum og Casa Batlló, frá 1905 eftir Gaudí, auðþekkjanlegt af bylgjuðum svölum og bjúgu þaki. Nokkru norðar, vinstra megin, á nr. 92, er Casa Milà eða La Pedrera, frá 1905, eftir Gaudí, sjóveikislega bylgjulaga með furðusmíðum á þaki.

Öll þessi hús eru í róttækri útgáfu af ungstíl eða nýstíl aldamótanna, sem hafði meiri áhrif í Barcelona en í flestum öðrum borgum Evrópu.

Næstu skref