6. Barcelona – Moll de la Fusta

Borgarrölt
Moll de la Fusta, Barcelona

Moll de la Fusta

Monument a Colom. Barcelona

Monument a Colom

Niðri við höfn förum við yfir Passeig de Colom út á Moll de la Fusta, sem er pálmum skrýtt göngusvæði við lystisnekkjuhöfnina. Við förum þessa leið til hægri, í áttina að Monument a Colom, súlunni miklu, þar sem efst trónir stytta af Kristófer Kólumbusi. Hægt er að fara upp súluna í lyftu og njóta útsýnis í góðu veðri. Torgið umhverfis styttuna heitir Plaça Portal de la Pau.

Í höfninni fyrir framan, undir höllinni Port Autonom, liggur oft eftirlíking í fullri stærð af Santa María, karavellunni, sem flutti Kólumbus í fyrstu Ameríkuferðinni. Vestar á hafnarbakkanum er tollbúðin, virðuleg höll, en landmegin er gamla skipasmíðastöðin í borginni, Drassanes, frá 14. öld, heimsins eina dæmi sinnar tegundar iðnaðarhúsnæðis frá þessum tíma. Þar er nú viðamikið siglingasafn, Museu Marítim.

Tollbúðin, Barcelona

Tollbúðin

Næstu skref