4. Barcelona – Museu Picasso

Borgarrölt
Montcada, Barcelona

Montcada, vinstra megin Picasso-safn

Museu Picasso

Við förum frá Plaça de l’Ángel yfir götuna Laietana og göngum eftir Princesa, unz við komum að sundinu Montcada, þar sem við beygjum til hægri. Þessi gata með gróðurbeðjum á svölum var þegar á 12. öld hverfi höfðingjanna í bænum. Aðalshallirnar þar eru frá 13. til 18. öld. Nú er þar Picasso-safnið til húsa í þremur höllum, á nr. 15-19.

Við komum þar fyrst inn í forgarð, sem er dæmigerður fyrir katalúnskar borgarhallir af þessu tagi. Þetta safn er eitt hið merkasta í borginni og er það við hæfi, því að Picasso lærði að mála í Barcelona, kom hingað 15 ára gamall. Andspænis Picasso-safninu er fatatízkusafnið Museu de tèxtil i de la Indumentària.

Museu Picasso, Barcelona

Museu Picasso, inngangur

Næstu skref