11. Barcelona – Montjuïc

Borgarrölt

Parc de la Ciutadella

Fundacio Joan Miró, Barcelona

Fundació Joan Miró

Austan við gamla miðbæinn er mikill garður, Parc de la Ciutadella, þar sem heimssýningin var haldin árið 1888 og þar sem nú er vinsælt að fara í sunnudagsgöngur. Syðst í garðinum er dýragarður borgarinnar, fremur þægilegur garður á nútíma vísu, og fyrir norðan hann er nýlistasafn borgarinnar, Museu d’Art Modern, aðallega með verkum katalúnskra listamanna. Í garðinum er líka þinghús Katalúníu. Milli garðsins og hafnarinnar er uppfylling, þar sem er að rísa ólympíuþorpið fyrir árið 1992.

Montjuïc

Miró, Barcelona

Miró

Vestan við miðbæinn er fjallið Montjuïc. Gott er að fá sér leigubíl upp eða fara með kaðallyftu, en ganga niður. Efst uppi er hernaðarsafnið, Museu Militar. Þaðan er mikið útsýni yfir borgina, höfnina o
g hafið. Fyrir neðan safnið er tívolí-garður með margvíslegum leiktækjum, svo sem Parísarhjóli.

Þar er líka nýlegt safn, Fundació Joan Miró, þar sem sýnd eru verk katalúnska nútímalistamannsins Miró. Safnhúsið er hið frumlegasta að allri hönnun.

Á leiðinni niður komum við næst að svæðinu, þar sem ólympíuleikarnir 1982 verða haldnir. Þar er stóri ólympíuleikvangurinn og margir aðrir keppnisvellir af ýmsu tagi.

Næstu skref