Skattlagt út úr kreppunni

Punktar

Klisjan: „Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni“ er alveg marklaus. Hún er þrauttuggin klisja án innihalds. Þótt engin ein aðgerð dugi úr kreppu, getur hún gagnast í félagi við aðrar aðgerðir. Í stað orðsins „skattleggjum“ mætti setja orð um hvaða ráðstöfun sem er og komast að sömu marklausu niðurstöðu. „Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni“ er bara dæmi um andlega leti þeirra, sem lifa á pólitískum klisjum. Núna er klisjan notuð til að verja það óverjanlega -lækkun auðlindarentu og auðlegðarskatts. Hluta þess horfna fjár hefði mátt nota til að verja Landspítalann, þar sem niðurskurður hefur verið úr hófi.