Skorarheiði

Frá Hrafnfirði í Jökulfjörðum til Furufjarðar á Ströndum.

Ágætur reiðvegur, alfaraleið á fyrri öldum. Strandamenn höfðu viðskipti á Ísafirði og létu flytja sér vöru í Hrafnfjörð. Drógu hana síðan á sleðum yfir Skorarheiði.

Förum frá sæluhúsinu í Hrafnfjarðarbotni eftir ruddri slóð til suðausturs upp með Skorará, um Andbrekkur og Skorardal. Síðan suðaustur um bratta sneiðinga upp á heiðina og fyrir sunnan Skorarvatn á Skorarheiði í 200 metra hæð. Þaðan austur Furufjörð að sæluhúsinu við sjó í Furufirði.

6,5 km
Vestfirðir

Skálar:
Hrafnfjörður: N66 15.989 W22 22.672.
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Hrafnfjörður, Bolungarvíkurbjarg, Svartaskarð, Furufjarðarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort