Nónhorn

Tengileið milli Breiðadalsheiðar um Nónhorn til Þóruskarðs.

Byrjum í skarðinu á Breiðadalsheiði. Förum til austurs fyrir Horn og síðan austsuðaustur yfir Fellsháls og áfram fyrir norðan Nónhorn. Þar sveigjum við í hlíðinni til suðurs og komum á Þóruskarðsleið þar sem brekkurnar hefjast til skarðsins.

7,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Breiðadalsheiði, Þverfjall, Þóruskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort