Ófæra

Frá Keflavík til Skálavíkur.

Stórgrýtt og ill yfirferðar. Ófæra er klettanef, sem ekki verður farið fyrir, heldur verður að klöngrast í klettunum. Hillan var lagfærð, en hefur lengi ekki verið farin.

Förum frá Keflavík fjöruna undir Öskubak um Skálavíkurfjörur, upp úr fjörunni við Ófæru og niður í hana aftur. Önnur leið milli þessara staða er um Bakkaskarð.

5,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Bakkaskarð, Skálavíkurheiði, Norðureyrargil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort