Skálarkambur

Frá Hælavík um Skálarkamb til Hlöðuvíkur.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “ er talinn einn erfiðasti fjallvegur í Sléttuhreppi að vetrarlagi og illfær hestum en er skemmtileg leið á sumardag. Skýr slóði fer í sneiðingum um hlíðina upp á efstu brún … Farið er á stíginn upp Skálarkamb frá Búðum í Hlöðuvík yfir Skálarlæk og upp Skálarbrekku, grasigróna skriðu en ofan hennar taka við nakin klettabelti. Á fyrstu áratugum [tuttugustu] aldar var slóðinn upp brekkuna ruddur og njóta þeir sem leggja leið um Kambinn enn þeirra mannaverka. Ærið bratt er upp að vestanverðu en gatan liggur ávallt á snið og léttir það gönguna. Ekki er nema atlíðandi í austur þegar upp á kambinn er komið, en þá er farið á hjalla af hjalla ofan til Hælavíkur ellegar um Atlaskarð áfram í Hafnarbás.”

Förum frá Hælavík suður fyrir vestan Ófærubjarg og beygjum til vesturs á Skálarkamb í 320 metra hæð. Förum afar bratt vestur og niður í Skál og síðan um Skálarbrekku niður að eyðibýlinu Búðum. Áfram suðvestur með sjó að sæluhúsinu í Hlöðuvík.

5,7 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Hlöðuvík: N66 24.860 W22 40.520.

Nálægar leiðir: Atlaskarð, Hlöðuvíkurskarð, Kjaransvíkurskarð, Almenningar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort