Sandafell

Frá Þingeyri við Dýrafjörð á Álftamýrarheiðarleið milli Kirkjubóls í Dýrafirði og Álftamýrar í Arnarfirði.

Förum frá Þingeyri suður úr bænum og fyrir suðausturendann á Sandafelli. Síðan vestur í Brekkudal og upp með ánni suður að Bakka. Þaðan til vesturs norðan við Bakkahorn að Múla, þar sem við komum á Álftamýrarheiðarleið milli Kirkjubóls í Dýrafirði og Álftamýrar í Arnarfirði.

5,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Álftamýrarheiði, Göngudalsskarð, Kvennaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort