Rangalaskarð

Frá sæluhúsinu í Hornvik um Rangalaskarð til botns Lónafjarðar að Rangala.

Erfið leið og óvörðuð.

Fallegir fossar eru norðan Rangalaskarðs.

Förum frá sæluhúsinu í Hornvík suður Höfn, yfir Víðirsá, Torfadalsá og Selá og áfram beint suður í Rangalaskarð í 560 metra hæð. Síðan förum við suður með Rangalaá niður að Rangala.

11,9 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Hornvík: N66 25.666 W22 29.440.

Nálægar leiðir: Lónafjörður, Snókarheiði, Atlaskarð, Hafnarskarð, Kýrskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort