Skjaldabjarnarvík

Frá Reykjafirði um Skjaldabjarnarvík að Krákutúni í Meyjardal.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Skjaldabjarnarvík er breið og skerjótt vík austan undir Geirólfsnúpi, opin fyrir íshafinu. Yfir Bjarnarfjarðará er bezt að fara um leirurnar í fjörunni.

Förum frá Reykjafirði út fyrir Sigluvíkurnúp í Sigluvík og upp Sigluvíkurdal á Sigluvíkurskarð. Næst niður Norðdal til Skjaldabjarnarvíkur. Þaðan suðvestur Sunndal og suður um Hjarrandaskarð yfir Randafjall og um sneiðinga niður í Bjarnarfjörð. Síðan vestur fyrir botninn og austur með firði að sunnan að Krákutúni.

18,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.
Skjaldabjarnarvík: N66 14.457 W21 57.359.

Nálægar leiðir: Fossasdalsheiði, Reykjafjarðarháls, Miðstrandir, Drangajökull, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort