Skötufjarðarheiði

Frá Heydal í Mjóafirði að Borg í Skötufirði.

Bratt er að fara niður í Skötufjörð og verður að fara þar með gát. Einnig er bratt niður í Heydal.

Förum frá Heydal vestur Heydal og síðan upp norðurfjallið á Skötufjarðarheiði. Förum sunnan og vestan við háheiðina og þaðan norður um Garðalág bratt niður í botn Skötufjarðar. Þaðan um Almenninga norður að Borg.

13,8 km
Vestfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Grafaskarð, Glámuheiði nyrðri, Gljúfradalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort