Vaðlaheiði

Frá Svalbarðseyri í Eyjafirði um Vaðlaheiði að Skógum í Fnjóskadal.

Þórður kakali Sighvatsson kom 1242 út í Eyjafjörð og fór síðan um Vaðlaheiði í Fnjóskadal og um Sprengisand suður að Keldum. 1254 fóru Hrafn Oddsson og Eyjólfur ofsi Þorsteinsson í herferð yfir Vaðlaheiði og um Þingeyjarsýslur. 1255 fóru þeir Hrafn og Eyjólfur um Vaðlaheiði í Eyjafjörð í aðför að Þorgils skarða Böðvarssyni og Þorvarði Þórarinssyni.

Förum frá Svalbarðseyri austur um Túnsberg og upp Steinsskarð norðan gamla þjóðvegarins. Síðan suðaustur yfir Vaðlaheiðarveg og austur brekkurnar sunnan þjóðvegarins að Skógum.

9,2 km
Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Fnjóskadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort