Öxnadalsheiði

Frá Silfrastöðum í Skagafirði að Bakkaseli í Öxnadal.

1244: Eyfirðingar komu til liðs við Kolbein unga Arnórsson um Öxnadalsheiði. 1253: Eyjólfur ofsi Þorsteinsson fór um heiðina til Flugumýrarbrennu í Skagafirði. Síðar sam ár fór Gissur Þorvaldsson um heiðina með herflokk í aðför að Eyjólfi ofsa. Aðra herför fór Gissur um heiðina árið eftir.

Ytri-Kot í Norðurárdal hétu upphaflega Þorbrandsstaðir eftir landnámsmanninum. Hann var góður heim að sækja, svo sem segir í Landnámu. Lét hann á bæ sínum “gera eldhús svo mikið, að allir þeir menn, sem þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum og vera öllum matur heimill.”

Förum frá Silfrastöðum gamla veginn austur Norðurárdal og yfir gömlu brúna á Norðurá við heiðarsporð Öxnadalsheiðar. Förum síðan línuveg austur heiðina og niður brekkurnar ofan við Bakkasel.

25,9 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Hörgárdalsheiði, Hraunárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort