Þverárjökull

Frá Þverá í Svarfaðardal um Þverárjökul að Hólum í Hjaltadal.

Ætíð fáfarinn.

Förum frá Þverá suðvestur upp í Þverárdal og eftir löngum dalnum sunnanmegin inn í botn. Upp botninn förum við vestur í stefnu á Jökulhnjúk. Sveigjum síðan til suðvesturs upp í skarðið fast við hnjúkinn í 1080 metra hæð. Þaðan förum við vestur og niður í Skíðadal, norðan megin í dalnum, og þaðan út í Kolbeinsdal. Vestan Fjallsréttar förum við suður yfir Hálsgróf til Hóla.

29,7 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Mjög bratt

Skálar:
Fjall: N65 46.051 W19 05.581.

Nálægar leiðir: Heljardalsheiði, Héðinsskarð, Hólamannavegur, Tungnahryggur, Hákambur, Skíðadalsjökull, Heiðinnamannadalur, Holárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins