Unadalsjökull

Frá Atlastöðum í Svarfaðardal um Unadalsjökul að Hofi hjá Hofsósi.

Svarfdælingar notuðu þessa leið til verzlunar á Hofsósi, styttri leið og fljótfarnari en til Akureyrar. Oft er farið með hesta þessa leið.

Förum frá Hofsósi eða Hofi fram og austur Unadal norðan Unadalsár. Síðan upp Geldingadal og upp Unadalsjökul að krossgötum á Kömbunum suðaustan undir Einstakafjalli í 930 metra hæð. Þaðan suðaustur og niður í Skallárdal að Atlastöðum.

26,2 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Hákambar, Hvarfdalsskarð, Heljardalsheiði, Sandskarðsleið, Kollugilsbrúnir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort