Ullarvötn

Frá Miðgrund í Blönduhlíð um Djúpadal og Seljárdal að Hálfdánartungum í Norðurárdal.

Förum frá Miðgrund austur að bænum Djúpadal og þaðan austur í Djúpadal. Þar sem dalurinn klofnar, förum við suðaustur Akradal og síðan austnorðaustur dalinn. Þar sem dalurinn sveigir til suðurs, förum við beint austur upp úr honum um Ullarvötn á fjallið í 1020 metra hæð. Þar uppi sveigjum við til suðausturs í drög Seljárdals. Förum eftir þeim dal suðsuðaustur í Hörgárdal og síðan suðvestur Hörgárdal að Hálfdánartungum.

31,2 km
Skagafjörður

Nálægar leiðir: Grænuvötn, Kattárdalur, Kotagil, Ranghali, Suðurárdalur, Vindárdalur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins