Þorvaldsskarð

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Skriðulandi á Árskógsströnd (Galmaströnd) um Þorvaldsskarð til Árskógsréttar á Árskógsströnd.

Heitir eftir Þorvaldi Galmasyni landnámsmanni í Þorvaldsdal og síðar á Galmastöðum.

Förum frá Skriðulandi skáhallt norðvestur um Kálfahjalla og Hrossahjalla í Þorvaldsskarð, sem er ofan við Kjarna. Upp á Flatahjalla og um Flatneskju í skarðið í 760 metra hæð. Förum með læknum vestur í Mjóadal og síðan norður Mjóadal að austanverðu út í Þorvaldsdal og þann dal áfram norður að Árskógsrétt.

12,5 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Derrisdalur, Holárdalur, Þorvaldsdalur, Reistarárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins