3. Madrid

Borgarrölt
Mesquita, Córdoba

Mesquita, Córdoba

Ef greina á Spánverja frá öðrum Evrópumönnum, má segja, að þeir séu sjálfmiðjaðir stjórnleysingjar. Frá blautu barnsbeini eru þei
r vanir að tjá sig sem einstaklinga, fremur en að gefa og þiggja upplýsingar og skoðanir. Þeir hemjast illa í félagsskap, og á kaffihúsum tala allir í einu. Þeir eru hrokafullir og vingjarnlegir í senn, þrasgjarnir og gjafmildir, sérstaklega barngóðir. Og þeir eiga gnótt listamanna.

Madrid hefur á hálfum öðrum áratug breytzt úr friðsælu stórþorpi í fjörugustu höfuðborg Vesturlanda. Fólkið í Madrid hefur tekið nýfengið lýðræði og frelsi með slíku trompi, að því er líkast sem það sé að vinna upp hálfrar aldar kúgun á valdatíma Francos. Miðbærinn er á fullum dampi frá morgni til morguns. Barir og kaffihús eru alltaf meira eða minna þétt skipuð gestum. Það er rétt svo, að göturnar róist milli 5 og 7 á morgnana. Á móti hvílir fólk sig milli 14 og 16 á daginn.

Movida kalla heimamenn þetta hraðgenga fyrirbæri. Allt er keyrt á fullu, bæði vinna og skemmtun, og lítill tími er aflögu til svefns. Rannsóknir sýna, að í Madrid sofa menn minna en í öðrum höfuðborgum Vesturlanda. Frjálslyndið er svo mikið, að víða má sjá fólk koma í veitingahús og skemmtistaði eftir miðnætti með smábörn í vöggu.

Næstu skref

2. Madrid

Borgarrölt

Plaza de Toros, Madrid 2

Spánn er skagi, sem löngum hefur staðið sér á parti í Evrópu, en samt í þjóðbraut. Fyrir ritöld voru þar gamlar þjóðir vesturevrópskar, svo sem Íberar og Keltar. Grikkir og síðan Karþagó-menn náðu tímabundnum áhrifum, en Rómverjar náðu góðum tökum á skaganum og gerðu að helzta hornsteini ríkis síns, sóttu meira að segja þangað fræga keisara, skáld og heimspekinga.

Plaza Puerta del Sol, Madrid 2

Vegprestur á Plaza Puerta del Sol

Vestgotar komu á þjóðflutningatímanum. Síðan tóku Márar við, héldu völdum í átta aldir, gerðu Spán að menningarmiðstöð íslams og skildu eftir sig djúp spor og minjar. Síðan hefur verið strangkaþólskur tími á Spáni í fimm aldir. Á 16. öld, tíma landafundanna, var Spánn voldugasta ríki heims. Þá dreifðist spönsk tunga um mestan hluta rómönsku Ameríku. Í lok valdaskeiðs Francos fyrir hálfum öðrum áratug var Spánn fátækt og fyrirlitið afturhaldsríki, en hefur með innreið lýðræðis brunað í átt til velsældar.

Spánn er ekki eitt land, heldur mörg lönd. Þungamiðjan er landlokað kastalalandið Kastilía, sem hefur gefið ríkinu aðalsættirnar og tungumálið, sem við köllum spönsku, en aðrir Spánverjar kalla kastilísku. Í suðri er glöð og fátæk Andalúsía með márískum áhrifum frá Afríku. Við Miðjarðarhafið eru dugnaðarlöndin Katalúnía og Valensía með sérstökum tungumálum, sem minna á suðurfrönsku. Í norðri eru Galisía og Euzkadi, sem hvort um sig hafa eigið tungumál. Galisíska minnir á portúgölsku, og euskera, baskatunga, stendur alein út af fyrir sig í heiminum, ein af óleysanlegum gátum veraldarsögunnar.

Næstu skref

D. Law Courts

Borgarrölt, London

Gray´s Inn

Gönguferðina um hulin port og yfirskyggða garða lögmannastéttar borgarinnar hefjum við hjá Chancery Lane neðanjarðarstöðinni). Frá götunni High Holborn göngum við eitt af þremur sundum, nr. 21 eða Fulwood Place eða Warwick Court, inn í völundarhús sunda, porta, stílhreinna húsa og fagurra garða, indæla vin í skjóli fyrir skarkala borgarinnar.

Hér eru skrifstofur lögfræðinganna í Gray´s Inn, einu af fjórum lögmannafélögum borgarinnar, Inns of Court, stofnað á 14. öld. Elztu húsin eru frá 17. öld, en garðarnir nokkru yngri, teiknaðir af Sir Francis Bacon. Gray´s Inn er opið almenningi 8-19.

Staple Inn, London

Staple Inn

Staple Inn

Lincoln's Inn, London

Lincoln’s Inn

Við förum eitt sundið aftur út á High Holborn. Andspænis, nokkru austar við götuna, sjáum við Staple inn, tvö timburhús, fjögurra alda gömul, frá 1586-96. Þessi framhlið er eina dæmið í borginni um, hvernig fínu göturnar litu út á dögum Elísabeter I. Taktu eftir bindingsverki bita og gafla og alls konar útskotum. Í miðjunni veita bogagöng aðgang að portunum að baki.

Lincoln´s Inn

Rétt vestar mætir Chancery Lane aðalgötunni High Holborn. Þar beygjum við til vinstri suður meðfram austurhlið Lincoln´s Inn. Við förum framhjá Stone Buildings Gate, því að við ætlum inn um Gatehouse með upprunalegum eikarhliðum frá 1518, hátt í fimm alda gömlum.

Hliðhúsið úr tígulsteini er með ferningslaga hornturnum, opið 8-19. Að baki er Old Square með gömlum húsum frá Túdor-tíma, öll úr rauðum tígulsteini, endurgerð 1609. The Old Hall er frá 1490. Kapellan við norðurhlið torgsins er frá 1619-23.

Við förum áfram til vesturs inn í sjálfa garðana, aðlaðandi og friðsæla, umlukta gamalli og gróinni byggingarlist frá því áður en góður smekkur komst úr tízku. Úr görðunum göngum við til suðurs um New Square og hlið frá 1697 út í Carey Street, þar sem við erum að baki hallar Borgardóms í London.

Næstu skref

Heimsins versti hnútur

Punktar

Hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir í Miðausturlöndum? Hvernig geta Íran og Bandaríkin fallið í faðma út af andstöðu við ofsatrúarmenn í Ríki Íslams? Fram til þessa hefur Íran sætt efnahagslegum þvingunum Bandaríkjanna vegna atómvera klerkanna. En þú getur verið rólegur, þótt þú skiljir ekki, að vinir í gær séu óvinir í dag og verði vinir aftur á morgun. Enginn skilur deiglu stjórnmála, trúar og stríðs í þessum heimshluta. Guardian birtir í dag KORT yfir samskipti þjóða, ríkja, trúarbragða og annarra leikara í þessu heimssögulega leikriti. Mér sýnist kortið aðallega sýna óskiljanlegan rembihnút. Hvað sýnist þér?

Frændhygli í Framsókn

Punktar

Þingflokksformaður Framsóknar er dæmigerð Framsókn og rekur frændhygli á fullu. Sigrún Magnúsdóttir lagði á alþingi til stofnun rannsóknaklasa í taugafræðum og taugahrörnun. Sagði samt ekki frá, að tillagan snýst um að sérhanna stofnun fyrir dóttur hennar, Ragnhildi Þóru taugalækni. Erlendis væru stjórnmálabófar neyddir til að skýra frá hagsmunatengslum sínum. Hér vilja framsóknarmenn hins vegar ekki fylgja útlenzkum reglum. Kunna betur við hina séríslenzku spillingu og frændhygli, sem hefur einkennt Framsókn umfram alla aðra um áratugi. Enda er fyrir löngu orðið frægt, að fólk á ekki að líða fyrir að eiga rætur í Framsókn.

Það var sko ekki Lehman

Punktar

Fráleitt er, að Lehman bræður hafi valdið hruni Íslands 2008. Landsins beztu synir í bönkum og útrás, kannski 30 manns, ollu hruninu. Nutu að vísu stuðnings oddvita frjálshyggjunnar, einkum Seðlabankastjóra. Stefna og pólitík Flokksins bjó í haginn fyrir þá, sem blekkja, svindla, brjóta lögin, ljúga, falsa bókhald og víkjast undan ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn skipulagði eftirlitsleysi með bönkum. Þetta var heimatilbúinn vandi með rótum í blindri ofsatrú á sjálfvirkni markaðarins. Saman var soðið stjórnlaust fjármálakerfi, sem sprakk með látum. Erlendir aðilar komu lítið við þessa harmsögu Flokksins og þjóðarinnar hans.

E. Soho – Covent Garden

Borgarrölt, London
Covent Garden, London 2

Covent Garden

Covent Garden

Skemmtilegsta hverfið í London er leikhúsahverfið Covent Garden. Við förum létt með að skoða það, þar sem við sitjum að mestu um kyrrt á sjálfum markaðnum, svo sem lýst var fyrr hér í bókinni.

Austur frá markaðnum liggur Russell Street, þar sem mannþröngin á vínbörunum nær út á götu. Örlitlu austar við götuna er Konunglega leikhúsið. Við fyrstu þvergötu til norðurs er Konunglega óperan og Blómahöllin, sérkennilegt dæmi um byggingarlist undir áhrifum frá Crystal Palace, úr járni og gleri.

Covent Garden, London 4

Covent Garden

Auk King Street norðan markaðar, Henriette Street sunnan markaðar og Russel Street austan markaðar, er skemmtilegast að ganga Tavistock Street, sem liggur sunnan við Henrietta Street, og New Row í framhaldi af King Street. Í þessum götum er kaffihúsalífið og göturápið skemmtilegast í borginni.

Syðst í hverfinu er leikhúsgatan Strand, sem liggur milli Fleet Street og Trafalgar Square. Vestast er önnur leikhúsgata, St Martin´s Lane, milli Trafalgar Square og Long Acre. Norðarlega í hverfinu er Neal´s Yard og Neal Street með heilsufæði- og handíðabúðum.

Segja má, að Covent Garden sé hverfi hins náttúrulega skemmtanalífs, meðan Soho var um tíma hverfi hins ónátturulega, þótt veitingahúsin góðu hafi jafnan haldið þar velli og hverfið sé aftur á uppleið. Sem betur fer er Covent Garden í uppgangi um þessar mundir. Skemmtilegar smáverzlanir, kaffihús og vínbarir eru sífellt að bætast við.

Næstu skref

Íslendingar – ónýt þjóð

Punktar

Fyrir áratug þekkti ég fullt af Sjálfstæðismönnum, jafnvel Framsóknarmenn. Nú þekki ég nánast engan. Þeir hafa af ýmsum ástæðum horfið sjónum og sumir hljóma nú eins og véfrétt. Fáir viðurkenna að hafa átt þátt í að koma bófaflokkum til valda aðeins fimm árum eftir hrun. En einhverjir hljóta að vera í afskekktustu skúmaskotum. Samkvæmt könnunum hafa bófaflokkarnir tveir stuðning sjötíu þúsund kjósenda. Hugsið ykkur, sjötíu þúsund. Þetta fólk er blint, sér ekki auðlindir þjóðarinnar rændar og ruplaðar. Sér ekki innviði samfélagsins skafna að innan. Íslendingar eru ófærir um að sjá fótum sínum forráð í pólitík, eru ónýt þjóð.

Vor samtvinnaða mafía

Punktar

Kastljósið var í gær á viðbjóði Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga. Vinnslustöðvabófar haga sér eins og kvótabófar, sem haga sér eins og pólitísku bófarnir. Þetta er allt samtvinnuð mafía, sem á Ísland með húð og hári í umboði kjósenda. Engin furða, þótt sannir Íslendingar vilji flýja undan þessu illkynja æxli til Noregs. Þarna í miðju Mjólkursamsölunnar er fyrrverandi fréttamaður, það er þyngra en tárum taki. Kerfið illa eitrar alla, sem ganga þar inn um dyr. Sárast er, að það eru arfavitlausir kjósendur, sem bera þyngsta ábyrgð. Veittu fyrir ári næg atkvæði pólitískum bófum til að vernda verstu viðskiptabófa sína.

Skjaldborgin um bófana

Punktar

Enn ganga lausir um þrjátíu helztu gerendur hrunsins, bankabófar og útrásarbófar. Enginn þeirra hefur enn séð fangelsi að innan. Málaferli eru í undirbúningi hjá Sérstökum saksóknara. Mörg eru svo langt komin, að bófarnir eru farnir að ókyrrast. Sést vel af ýmsum aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn Sérstökum. Fast er saumað að tekjum hans, rýrðar ítrekað um helming frá ári til árs. Jafnframt sætir hann árás forsætis, sem styður skrítnar ásakanir brottrekins starfsmanns. Allt ber að sama brunni. Reynt að koma málum svo fyrir, að upp fokkist öll mál gegn fínimönnum í bönkum og útrás. Ríkisstjórninn slær skjaldborg um bófa sína.

4. Westminster – Westminster Abbey

Borgarrölt
Westminster Abbey, London

Westminster Abbey

Westminster Abbey

Sömu megin götunnar snýr Westminster Abbey afturhluta að Westminster Palace. Þetta er krýningar-, giftingar- og greftrunarkirkja brezkra konunga og minningarstaður um þjóðhetjur ríkisins. Meðan St Paul´s er höfuðkirkja borgarinnar, er Westminster Abbey höfuðkirkja ríkisins.

London, UK

Westminster Abbey

Að stofni er kirkjan hluti Benediktínaklausturs. Smíðin hófst árið 960 og var síðan haldið áfram eftir 1055, upphaflega í normönskum stíl, en eftir 1220 meira í gotneskum stíl. Hún er franskrar ættar, hærri og mjórri en enskar kirkjur. Aðalskipið er 31 metri á hæð, hið hæsta í Englandi. Vesturturnarnir eru yngstir, í gotneskri stælingu frá upphafi 18. aldar.

Kirkjan hefur verið hreinsuð að utan, svo að mildir litir hleðslusteinsins koma vel í ljós. Þar sem við stöndum að kirkjubaki sjáum við vel turna og svifsteigur frá tíma Hinriks 7.

Við göngum svo meðfram kirkjunni að norðanverðu, þaðan sem hún er fegurst að sjá. Þar er mest áberandi stór rósagluggi með stílfögrum svifsteigum í kring. Áður en við förum inn í kirkjuna, bregðum við okkur inn í friðsælan Dean´s Yard til að sjá kirkjuna að sunnanverðu.

Inn í kirkjuna förum við að vestanverðu, þar sem útsýnið er stórfenglegt inn eftir aðalskipinu. Andspænis innganginum er minnismerki um Winston Churchill og að baki þess leiði óþekkta hermannsins.

Mint

Mint

Bæði þverskipin eru hlaðin minnismerkjum. Innar í kirkjuna komumst við um hlið í norðurskipi. Eftir að hafa skoðað nyrðra þverskipið förum við ferilganginn til kapellu Hinriks 7. í ríkulega skreyttum, gotneskum stíl í austurenda kirkjunnar. Þar eru yfir 100 styttur.

Frá kapellunni förum við á brú til baka yfir að helgidómi Játvarðs I. Þar er krýningarhásætið frá 1300, þar sem nær allir enskir konungar frá Vilhjálmi bastarði hafa verið krýndir. Undir hásætinu er Scone-steinninn, krýningarsteinn skozkra konunga allt frá 9. öld, þar á meðal hins sögufræga Macbeths.

Héðan liggur leiðin yfir í syðra þverskipið, þar sem eru minnisvarðar margra fremstu rithöfunda á enskri tungu. Þar eru líka dyr til klausturs, sem gengið er um til að komast í Chapter House, sammiðja, átthyrndan sal, sem reistur var árið 1250 og notaður á miðöldum fyrir fundi enska þingsins.

Skoðunarferðum okkar um London er hér með lokið.

3. Westminster – Westminster Palace

Borgarrölt
Westminster Palace - Parliament, London

Westminster Palace – Parliament

Westminster

Westminster Palace, London

Westminster Palace

Hér erum við komin í hjarta Westminster, hins gamla konungsbæjar, sem löngum var andstæða kaupmannabæjarins City. Konungarnir vildu vera í hæfilegri fjarlægð frá uppreisnargjörnum og illa útreiknanlegum rumpulýð borgarinnar. En London nútímans hefur einmitt orðið til við samruna City og Westminster í eina stórborg. Nú er Westminster hverfi stjórnmálamanna og embættismanna, arftaka konungsvaldsins.

Á Parliament Square eru styttur fleiri kunnra stjórnmálamanna en Churchill eins. Þar er t.d. Disraeli, Palmerston og meira að segja Abraham Lincoln.

Við blasir Westminster Palace, venjulega kölluð Houses of Parliament, enda byggð sem þinghús Bretaveldis, ákaflega víðáttumikil, reist 1840-65 í nýgotneskum stíl.

Westminster Hall, London

Westminster Hall

Westminster Hall

Hér var fyrst reist konungshöll um árið 1000, hin fyrsta í London. Fremst við torgið eru leifar konungshallarinnar, Westminster Hall, upphaflega reist af syni Vilhjálms bastarðs, Vilhjálmi Rufus, árin 1097-99.

Westminster Hall er merkasta hús veraldlegs eðlis frá gotneskum tíma í Englandi. Á sínum tíma var þetta stærsti salur Evrópu. Árin 1397-99 fékk hann þá mynd, sem hann hefur enn í dag. Frægastar eru bálkasperrurnar í þaki, ensk uppfinning, sem gerði kleift að brúa víðara haf með timburþaki en áður hafði þekkzt. Undir þessum bitum voru á miðöldum haldnar konunglegar veizlur, en síðan sat þar ríkisréttur með mörgum frægum réttarhöldum. Þar var Karl I dæmdur til dauða.

Westminster Palace

Þinghúsið mikla er sambyggt hinu gamla Westminster Hall og stendur á bak við það frá götunni séð. Næst og vinstra megin við Westminster Hall er grannur og frægur Clock Tower með klukkunni Big Ben. Hinum megin, við suðurenda hallarinnar, er hinn breiðari og stærri Victoria Tower.

Því miður er ekki auðvelt að njóta hallarinnar sem heildar úr þessari átt nú um stundir, því að fram fer viðamikil hreinsun á henni. Kaflinn frá Westminster Hall að Victoria Tower hefur þegar verið hreinsaður og sýnir vel hina mildu og ljósu liti, sem höllin bar í upphafi, gullinn og ljósbrúnan kalkstein.

Bezta útsýnið til hallarinnar er af brúnum yfir Thames, Westminster og Lambeth Bridge, og af bakkanum handan árinnar. Frá þeim stöðum séð rennur höllin saman í skipulega heild, þar sem formfasta hliðin, sem snýr að ánni, er mest áberandi.

Handan við Abingdon Street, götuna framan við höllina, er Jewel Tower, annað miðaldaminni, fyrrum fjárhirzla konungs.

Næstu skref

2. Westminster – Banqueting House

Borgarrölt

Banqueting House

Banqueting House, London 2

Banqueting House

Merkasta hús götunnar er Banqueting House, handan Horseguards Avenue, sem er andspænis Horse Guards. Hús þetta er hið eina, sem eftir er af Whitehall, reist 1619-22 af hinum fræga arkitekt Inigo Jones. Það er eitt fegursta hús borgarinnar, í palladískum endurreisnarstíl, allt teiknað í nákvæmu mælirænu hlutfallaformi, breiddin helmingur lengdarinnar. Framhliðin er gnæfræn og virðist tveggja hæða, með jónískum veggsúlum að neðan og rómversku
m að ofan. Að innan er húsið hins vegar aðeins einn salur, með risastórum hlaðstíls-málverkum eftir Rubens.

Downing Street, London

Downing Street

Banqueting House var móttökusalur hinnar fornu hallar og um leið miðpunktur hennar. Nú er húsið orðið ósköp einmana innan um voldugar stjórnarráðsbyggingar síðari tíma.

Við höldum áfram suður Whitehall, framhjá lokaðri götu, Downing Street, götu forsætisráðherra og fjármálaráðherra ríkisins. Aðeins sunnar, á miðri Whitehall, er Cenotaph, minnisvarði um fallna brezka hermenn í heimsstyrjöldinni fyrri. Við komum senn að Parliament Square, þar sem voldug myndastytta af Churchill trónir á horninu næst okkur.

Næstu skref

G. Westminster

Borgarrölt
Horse Guards, Victoria Memorial, Buckingham Palace, London

Horse Guards, Victoria Memorial, Buckingham Palace

Horse Guards

Við komum okkur fyrir á suðurhorninu, þar sem skrúðgöngugatan The Mall mætir torginu með minnisvarða Viktoríu drottningar fyrir framan Buckingham Palace.

Konunglegur skrautvagn, London

Konunglegur skrautvagn við Buckingham Palace

Klukkan er 10:45 á virkum degi, — og virkum degi með jafnri tölu mánaðardags, ef vetur er. Hér er bezt að vera til að fylgjast með öllu,
miklu frekar en í manngrúanum við hallargirðinguna.

Við notum tímann til að líta í kringum okkur. Til norðvesturs er Green Park. The Mall er til norðausturs. St James´s Park er til austurs. Og Buckingham Palace er að baki minnismerkisins til vesturs. Þar blaktir drottningarfáninn við hún, þegar hún er heima. The Mall er hin hefðbundna skrúð- og sigurgönguleið frá Trafalgar Square til Buckingham Palace, vörðuð glæsilegum trjám og görðum á báða bóga.

Rétt fyrir 11 koma Horse Guards um torgið norðanvert frá Knightsbridge yfir á The Mall. Horse Guards er konunglega riddaraliðssveitin í glæsilegum búningum. Hún ríður hér daglega framhjá á leið sinni að Horse Guards Parade torginu við hinn enda St James´s Park.

Buckingham Palace

Royal Guards, London

Royal Guards

Eftir þessa skrautsýningu virðum við fyrir okkur Buckingham Palace, sem er 19. og 20. aldar stæling á fyrri tíma stíl og hefur verið konungsheimili, síðan Viktoría drottning flutti þangað 1837. Höllin er klædd Portland-steini og er í stíl við minnismerkið og The Mall.

Við höllina eru varðmannaskipti 11:30 alla daga á sumrin og annan hvern dag á veturna. Nokkru fyrir þann tíma koma viðtakandi varðmenn frá Wellington Barracks við Birdcage Walk og við færum okkur til suðurs á stéttinni til að sjá þá betur. Þeir ganga á formlegan hátt, en þó ekki með gæsagangi, undir hljómmiklum mörsum.

St James’s Park

St. James's Park, London

St. James’s Park

Að skrautsýningunni lokinni getum við beðið eftir, að fráfarandi riddaraliðsmenn og hallarverðir komi sömu leiðir til baka, er hinir viðtakandi fóru. Ella getum við gengið um St James’s Park, sem Hinrik 8. lét gera árið 1536. Í austurenda vatnsins í garðinum er Duck Island, þar sem pelikanar, svanir, endur og aðrir fuglar eiga hreiður sín.

Frá brúnni yfir vatnið er ágætt útsýni, bæði til vesturs að Buckingham Palace og austur að Whitehall, þar sem við verðum bráðum.

Næstu skref

3. Pall Mall – Hyde Park

Borgarrölt
Hyde Park, London

Hyde Park

Hyde Park

Frá Marble Arch förum við undir götuna yfir í Speakers´ Corner í horni Hyde Park. Hér var árið 1872 komið á málfrelsi, þar sem menn gátu flutt ræður um hvaðeina, án þess að vera stungið inn. Um langt skeið töluðu hér einkum trúarofstækismenn og aðrir sérvitringar, en síðustu árin hefur aftur fjölgað alvöruræðum, einkum flóttamanna frá löndum, þar sem málfrelsi er heft. Mest er um að vera á sunnudögum.

Hyde Park er stærsta opna svæðið í London, ef vesturhlutinn, Kensington Gardens, er talinn með. Þetta eru 158 hektarar graslendis, voldugra trjáa, ljúfra blómabeða og vatnsins Serpentine, sem búið var til árið 1730.

Wellington Arch, London

Wellington Arch

Hér er gott að slaka á í sveitasælu, hanga á útikaffihúsi eða fara í bátsferð. Í andstæðu við svonefnda franska garða, sem eru formfastir og þrautskipulagðir, er Hyde Park enskur garður, óformlegur og losaralegur, með frjálsum gróðri.

Upprunalega girti Hinrik 8. garðinn og gerði að veiðilendu sinni. En fyrir hálfri fjórðu öld var hann gerður að almenningsgarði.

Í suðausturhorni garðsins, milli beljandi umferðaræða, eru litlir gróðurreitir milli Hyde Park og Green Park. Þar standa m.a. Wellington sigurboginn og Aspey House, sem einu sinni hafði hið fína heimilisfang: London nr. 1. Þar bjó Wellington hershöfðingi, er sigraði Napóleon við Waterloo.

 Milli eyjanna og frá þeim liggja göng undir umferðaræðarnar á alla vegu. Við ljúkum hér þessari gönguferð, í næsta nágrenni Hyde Park Corner neðanjarðarstöðvarinnar.

Næstu skref