2. Soho – Trafalgar Square

Borgarrölt
Trafalgar Square, London

Trafalgar Square

Trafalgar Square

Ljón, Trafalgar Square, London

Trafalgar Square

Við endum óskipulega göngu um Covent Garden með því að ganga suðvestur Strand, framhjá Charing Cross brautarstöðinni að Trafalgar Square, hinnar eiginlegu miðju borgarinnar. Þar við mynni götunnar Whitehall er riddarastytta af Karli I, þaðan sem allar fjarlægðir og vegalengdir á Bretlandi eru reiknaðar.

Á miðju torgi gnæfir Nelson flotaforingi á 52 metra hárri granítsúlu, umkringdur fjórum ljónum og þúsundum lifandi dúfna, sem eru mikið eftirlæti barna, er heimsækja borgina. Ofan við torgið er lág og lítilfjörleg framhlið National Gallery).

Nelson Monument, London

Nelson Monument

Til hliðar er hin fagra kirkja, St-Martin-in-the-Fields, reist 1722-26 í léttum, gnæfrænum stíl, sem minnir á rómverskt musteri með óviðkomandi turni og spíru. Að innan er hún með víðari og bjartari kirkjum. Hún er nú orðin að félagsmálamiðstöð og skjóli utangarðsfólks.

Næstu skref