Íslendingar – ónýt þjóð

Punktar

Fyrir áratug þekkti ég fullt af Sjálfstæðismönnum, jafnvel Framsóknarmenn. Nú þekki ég nánast engan. Þeir hafa af ýmsum ástæðum horfið sjónum og sumir hljóma nú eins og véfrétt. Fáir viðurkenna að hafa átt þátt í að koma bófaflokkum til valda aðeins fimm árum eftir hrun. En einhverjir hljóta að vera í afskekktustu skúmaskotum. Samkvæmt könnunum hafa bófaflokkarnir tveir stuðning sjötíu þúsund kjósenda. Hugsið ykkur, sjötíu þúsund. Þetta fólk er blint, sér ekki auðlindir þjóðarinnar rændar og ruplaðar. Sér ekki innviði samfélagsins skafna að innan. Íslendingar eru ófærir um að sjá fótum sínum forráð í pólitík, eru ónýt þjóð.