2. Law Courts – Temple

Borgarrölt
Middle Temple, London

Middle Temple

Temple

Kringum Borgardóm, Royal Courts of Justice, göngum við að austanverðu niður á Fleet Street, þar sem blasir við okkur portið inn í Middle Temple, enn eitt lögmannaþorpið á gönguferð okkar. Hliðhúsið úr rauðum tígulsteini frá 1684 er eftir hinn margumrædda Wren. Þar að baki eru ótal göngusund, port og torg, ekki eins græn og gróin og í hinum Inns of Court, sem við erum búin að fara um.

Temple

Musteriskirkjan í Inner Temple

Sérstaklega er gaman að Middle Temple Hall frá 1562-70, einkum þakbitunum og eikarskilrúmunum. Salurinn er lokaður 12-15. Sagt er, að Shakespeare hafi sjálfur leikið hér í Jónsmessunæturdraumi 1602.

Til austurs liggur mjótt sund að Inner Temple, hins síðasta af lögfræðingafélögunum á göngu okkar. Þar er merkust Musteriskirkjan, hringlaga að hætti Kirkju hinnar heilögu grafar í Jerúsalem. Hún var reist 1160-85 og er eitt elzta gotneska mannvirki Bretlandseyja, opin 9:30-16.Kirkjan var miðja mikils klausturs, sem regla Musterisriddara kom á fót um 1160. Reglan var leyst upp á 14. öld og þá eignuðust lögmenn húsakynnin og eiga enn.

Við göngum um Inner Temple Gateway gegnum hliðhús úr bindingsverki frá 1610 og endurreist 1906 í gamla Túdor-stílnum.

Næstu skref