Frændhygli í Framsókn

Punktar

Þingflokksformaður Framsóknar er dæmigerð Framsókn og rekur frændhygli á fullu. Sigrún Magnúsdóttir lagði á alþingi til stofnun rannsóknaklasa í taugafræðum og taugahrörnun. Sagði samt ekki frá, að tillagan snýst um að sérhanna stofnun fyrir dóttur hennar, Ragnhildi Þóru taugalækni. Erlendis væru stjórnmálabófar neyddir til að skýra frá hagsmunatengslum sínum. Hér vilja framsóknarmenn hins vegar ekki fylgja útlenzkum reglum. Kunna betur við hina séríslenzku spillingu og frændhygli, sem hefur einkennt Framsókn umfram alla aðra um áratugi. Enda er fyrir löngu orðið frægt, að fólk á ekki að líða fyrir að eiga rætur í Framsókn.