Skógfell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Vogum á Vatnsleysuströnd um Skógfell til Grindavíkur.

Förum frá Vogum suður yfir Keflavíkurveginn og síðan suður um Nýjaselsbjalla og Snorraselstjarnir að Klofningum. Þaðan tökum við stefnu suður á austanvert Stóra-Skógfell. Síðan suðvestur um Sprengisand, um Melhól sunnan Hagafells og loks um Hópsheiði til Grindavíkur.

14,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Sandakravegur, Vatnsleysuheiði, Vatnsleysuströnd, Sýrfell, Stapafell, Einiberjahóll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort