Vaðvöllur

Frá Miðhúsum undir Skarðsfjalli um Vaðvöll að Þjórsárholti.

Gömul þjóðleið að Nautavaði á Þjórsá.

Byrjum við þjóðveg 32 hjá Miðhúsum undir Skarðsfjalli. Förum suðaustur með Þjórsá að Stóra-Hofi og Minna-Hofi. Síðan austur um Miðmorgunsholt og Vaðvöll að Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi. Hjá Vaðvelli er Nautavað á Þjórsá.

8,7 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Nautavað, Þjórsárholt, Eyjavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort