Öræfatunga

Frá Leppistungum á Hrunamannaafrétt að Lambafellum.

Förum frá fjallaskálanum í Leppistungum á Hrunamannaafrétti til austurs eftir veginum til Klakks. Þegar við komum suður fyrir Stóra-Lepp, höldum við áfram austur um Öræfatungu og fyrir norðan Vestra-Rjúpnafell að Lambafellsslóð suðvestan við Lambafell.

11,2 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH