Kjalfell

Frá hestarétt við Fúlukvísl um Kjalfell að Grettishelli á Kili.

Þrjár leiðir liggja norður Kjöl. Austast er bílvegurinn. Í miðjunni leiðin, sem hér er lýst sem Svarátbugum, Kjalfelli og Kjalfellsleið. Vestast er svo sú leið, sem fegurst er og oftast farin, hér kölluð Hvítárvatn og Þjófadalir.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar.

Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.

Förum frá Fúlukvísl hjá hestarétt austan við Múla. Förum beint austur á miðleiðina um Kjöl. Þegar við komum á hana, beygjum við til norðurs og förum eftir henni austan við Kjalfell og vestan við Beinhól. Síðan norður um Kjalhraun að Grettishelli. Þaðan liggur leið áfram norður á Hveravelli.

13,5 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Stélbrattur, Guðlaugstungur, Jökulfall.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH