Þjórsárbakkar

Frá Reykjarétt á Skeiðum um Þjórsárbakka að gömlu Þjórsárbrú.

Mikið er um girðingar á þessari leið. Eru ferðamenn beðnir um að loka hliðum og hafa ekki lausa hesta. Hefur lengi verið vinsæl reiðleið hestamanna.

Förum frá Reykjarétt suðvestur á Murneyrar við Þjórsá. Síðan suður með Þjórsá, um Skeiðháholt að eyðibýlinu Þjótanda.

21,5 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Vörðufell, Sóleyjarbakki, Vaðvöllur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort