Skattagögn enn ókeypt

Punktar

Enn veltir skattrannsóknastjóri fyrir sér, hvort kaupa eigi erlend gögn, sem sýna skattsvik hundraða Íslendinga gegnum skattaparadísir. Þýzka skattakerfið keypti slík gögn með góðum árangri. Fjárhagslegur ávinningur var þar mikill og yrði einnig hér. En Bryndís Kristjánsdóttir vísaði kaleiknum frá sér í hendur Bjarna Benediktssonar ráðherra. Hann hefur látið í ljósi efa um gagnakaupin. Enda eru á listanum fjölmennir flokksbræður hans og fjárstuðningsmenn. Þetta mál sýnir í hnotskurn muninn á alvöruríki eins og Þýzkalandi og skítaríki eins og Íslandi. Hér stjórna bófar, sem reyna að tefja sjálfsagðar uppljóstranir.

6. Madrid – austurbær – El Escorial

Borgarrölt
El Escorial

El Escorial

Einn hinna sérkennilegu Spánarkonunga var Filipus II af Habsborg. Hann var ofsatrúaður kaþólikki og reisti sér vinkilrétt reglustrikaða grjóthöll mikla, El Escorial, í nágrenni Madrid, um miðja 16. öld.

Við skulum ljúka kaflanum um Madrid með því að skreppa í útrás til þessarar hallar, sem er 55 kílómetrum norðan við borgina.

El Escorial er í afar ströngum og kuldalegum fægistíl, hönnuð af Juan de Herrera og reist á síðari hluta 16. aldar, um leið og Madrid var gerð að höfuðborg. Höllin er ferningslaga, reist með mikla kirkju að miðpunkti og er að öðru leyti skipt í fjóra jafna ferninga, tveir af hverjum skiptast í fjóra minni ferninga. Í tveimur ferningum var klaustur, í einum háskóli og í einum vistarverur konungs. Allar línur eru afar hreinar, beinar og kuldalegar, í stærðfræðilegum málsetningum.

Gaman er að bera saman tiltölulega fátæklegar vistarverur Habsborgarans Filipusar II á 2. hæð við ríkmannlegar vistarverur eins eftirkomanda hans, Búrbónans Karls IV, á 3. hæð.

Í höllinni eru líka ýmis söfn, þar sem meðal annars má sjá kvöl heilags Máritz eftir El Greco. Hallarkirkjan er í fægirænum endurreisnarstíl; eins og grískur, jafnarma kross að grunnfleti, með víðáttumiklu hvolfi. Undir henni eru grafir flestra Spánarkonunga, sem ríkt hafa frá þeim tíma.

Og þá víkur sögunni að  Barcelona.

Næstu skref

5. Madrid – austurbær – Prado

Borgarrölt
Goya, Prado, Madrid 2

Nakta Maja, Goya

Museo del Prado

Erfitt er að veita leiðsögn um Prado, ekki bara af því að safnið er stórt, heldur einnig af því að alltaf er verið að færa til hluti og leiðbeiningar eru einstaklega lélegar. Reiknað er með, að málverk Goya verði flutt yfir torgið Canovas del Castillo inn í Palacio de Villahermosa, en síðast, þegar ég vissi til, voru þau í suðurenda Prado, á tveimur hæðum. Bezt er að nota þann inngang, andspænis grasgarðinum, því að oft eru biðraðir við aðalinnganginn á miðri vesturhlið safnsins.

Goya, Prado, Madrid 3

Aftaka uppreisnarmanna, Goya

El Greco, Prado, Madrid

Aðalsmaður, El Greco

Mörg frægustu málverk Goya hafa til skamms tíma verið varðveitt hér. Þar á meðal eru málverkin af Maju í fötum (nr. 741) og nöktu Maju (nr. 742); af Satúrnusi að éta son sinn (nr. 763); og af lífláti uppreisnarmanna í Madrid 3. maí 1808 (nr. 749). Málverk Goya er í sölum 66-68, 19-23 og 32-38.

Hér er líka mikið af málverkum eftir El Greco. Þau eru miðsvæðis á annarri hæð, í sölum 8b-10b. Þar á meðal er aðalsmaður með hönd við hjartastað (nr. 809) og Lotning fjárhirðanna (nr. 2988).

Ekki er síður El Bosco eða Hieronymus Bosch sjáanlegur í miklu úrvali. Hans myndir eru í sölum 40-44 á efri hæð. Þar á meðal eru lotning vitringanna (nr. 2048) og gleðigarðurinn (nr. 2823).

El Bosco, Prado, Madrid

Gleðigarðurinn, El Bosco

Velázques, Prado, Madrid

Konungsbörnin, Velázques

Eftir Raphael má nefna myndina af rauðklædda kardínálanum (nr. 299) í vesturenda efri hæðar og eftir Velázquez má nefna myndina af konungsbörnunun (nr. 1174) í miðsal efri hæðar.

Eftir Raphael má nefna myndina af rauðklædda kardínálanum (nr. 299) í vesturenda efri hæðar og eftir Velázquez má nefna myndina af konungsbörnunun (nr. 1174) í miðsal efri hæðar.

Þá má ekki gleyma nöktu jússunum hans Rúbens, sem þekja fermetra eftir fermetra í safninu.
Allt eru þetta meðal merkustu málverka heims, kunn úr listaverkabókum. Prado er eitt af helztu söfnum gamallar listar í heiminum, við hlið Louvre í París, Uffizi í Flórens og National Gallery í London.

El Greco, Prado, Madrid 2

Lotning fjárhirðanna, El Greco

Eitt frægasta verk safnsins er þó ekki hér í húsinu, heldur í sérstöku húsi í nágrenninu, í Casón del Buen Retiro. Það er Guernica eftir Picasso, ef til vill frægasta málverk aldarinnar. Það lýsir afleiðingum þýzkra loftárása á borg í Baskalandi í borgarastyrjöldinni 1936-1939. Hann málaði það fyrir lýðveldisstjórnina, sem Franco hrakti frá völdum. Heimkoma málverksins til Spánar varð tákn fyrir sigur lýðræðis. Til að komast þangað er gengið upp brekkuna norðan við Prado, alla leið að Retiro-garði.

Við að skoða öll þessi listaverk, sem meira eða minna eru úr eign Spánarkonunga, sker í augun, hvað mikið er af hrottalegum og ofsafengnum málverkum í samanburði við önnur söfn af þessu tagi. Tortíming, dauði og djöflar hafa greinilega verið hugleikin umþóttunarefni sumra hinna rammkaþólsku Habsborgara, sem réðu fyrir Spáni.

Næstu skref

4. Madrid – austurbær – Reina Sofia & Thyssen

Borgarrölt
Picasso, Prado, Madrid

Picasso, áður í Prado

Centro de Arte Reina Sofia

Torgið fyrir neðan brekkuna er Plaza del Emperador Carlos V. Við förum yfir torgið, göngum nokkra metra suðvestur eftir breiðgötunni Atocha og beygjum til hægri inn í götuna Santa Isabel. Þar á nr. 52 er nýlega búið að innrétta nútímalistasafn í gömlu sjúkrahúsi. Þetta er Centro de Arte Reina Sofia, auðþekkjanlegt af miklum glerhýsum utan um lyftuganga, sem hafa verið reistir utan við gamalt húsið.

Þetta er víðáttumikið safn, á stærð við Pompidou-safnið í París og státar að sjálfsögðu af spönsku snillingunum Salvador Dalí, Joan Miró og Pablo Picasso. Hugsanlegt er, að Guernica eftir Picasso, sem nú er í öðru safni í Madrid, verði flutt í þetta safn.

Colección Thyssen

Við förum til baka til torgs Karls keisara og göngum norður eftir breiðgötunni Paseo del Prado, sem er safngata borgarinnar, liggur nokkurn veginn frá Reina Sofia til Palacio de Villahermosa við torgið Canovas del Castillo, þar sem hótelin Palace og Ritz horfast í augu og þar sem spánska þjóðþingið, Cortes, er handan við Palace-hótel.

Í Palacio de Villahermosa er svo verið að innrétta enn eitt safnið á þessum litla bletti. Það er safn 787 listaverka, sem svissneski auðkýfingurinn Thyssen-Bornemisza er að afhenda Spáni til varðveizlu. Það verður opnað um áramótin 1991-1992. Þá verða þrjú voldug málverkasöfn á um það bil eins kílómetra kafla við breiðgötuna Paseo del Prado. Það eru Colección Thyssen, Centro de Arte Reina Sofia og síðast en ekki sízt Museo del Prado.

Museo del Prado, Madrid

Museo del Prado

Paseo del Prado

 Á hægri hönd er fyrst grasgarður borgarinnar, Jardin Botanico, og síðan eitt af allra frægustu söfnum heims, Museo del Prado, fölbleikt í nýgnæfum stíl.

Næstu skref

3. Madrid – austurbær – Retiro

Borgarrölt

Puerta de Alcalá

Puerta de Alcalá, Madrid

Puerta de Alcalá

Við göngum götuna alla leið til þvergötunnar Puerta de Alcalá, þar sem er sigurboginn Puerta de Alcalá (E3), reistur eftir teikningum Sabatinis á síðari hluta átjándu aldar til minningar um innreið Karls III í borgina. Torgið heitir Plaza de la Independencía.

Retiro

Estanque, Retiro, Madrid

Estanque, Retiro

Hér af torginu förum við inn í norðvesturhorn hins græna lunga borgarinnar, Retiro-garðsins. Hann er afar stór, að umfangi eins og Hyde Park í London, en miklu meira ræktaður skógi. Þessi garður var upphaflea lagður á 17. öld sem hallargarður sumarseturs Filipusar IV, en var gerður að almenningsgarði seint á 19. öld.

Við förum framhjá stöðuvatninu Estanque, þar sem fólk rær um á skemmtibátum. Handan vatnsins er minnisvarði um Alfons XII, teiknaður í svipuðum brúðkaupstertustíl og minnisvarði Viktors Emanúels II í Róm.

Hér göngum við framhjá brúðuleikhúsi fyrir börn, spákonum, sem segja okkur framtíðina í Tarot-kortum, pylsusölum, vasaþjófum, bridgespilurum, kotrukörlum og skákmönnum, unz við komum að Palacio de Cristal, sem speglast í tjörninni fyrir framan.

Retiro, Madrid 3

Retiro

Suðurhluti garðsins er afskekktari og þar má sjá heitar ástir og skrítna hunda. Við förum út um suðvesturhornið og göngum niður brekkuna Claudio Moyano. Þar á gangstéttinni eru fornbókasalarnir. Mest er um að vera hjá þeim á sunnudagsmorgnum, þegar borgarbúar gera sér dagamun í Retiro.

Næstu skref

2. Madrid – austurbær – Paseo de Recoletos

Borgarrölt
Pósthúsið, Paseo de Recoletos, Madrid

Pósthúsið, Plaza de Cibeles

Paseo de Recoletos

Við staðnæmust á næsta torgi, Plaza de Cibeles, og virðum fyrir okkur pósthúsið handan götunnar. Sennilega er þetta virðulegasta pósthús veraldar, enn skrautlegra en gamla pósthúsið í Amsterdam, reist í brúðkaupstertustíl upp úr síðustu aldamótum. Á torginu er átjándu aldar stytta af frjósemisgyðjunni Kýbelu í vagni, sem er dreginn af ljónum.

Recoletos, Madrid

Hermannagrafreitur á Paseo de Recoletos

Við beygjum til vinstri eftir breiðgötunni Paseo de Recoletos til Kólumbusartorgs, Plaza de Cólon. Á þessari leið er allt fullt af útikaffihúsum á grænu eyjunni milli umferðaræðanna, þar á meðal Café d´Espejo í glerhúsi í ungstíl. Við þennan kafla er einnig kaffihúsið Gran Café de Gijón. Hávaðinn í bílunum drukknar í hávaðanum af samræðunum. Og bílaumferðin er á fullu alla daga, öll kvöld og langt fram eftir nóttu.

Næst Kólumbusartorgi að austanverðu er þjóðarbókhlaðan, Biblioteca Naçional, og fornminjasafnið, Museo Arqueológico Naçional. Þjóðarbókhlaðan snýr til vesturs að Paseo de Recoletos og fornminjasafnið til austurs að götunni Serrano, sem við munum ganga á eftir.

Cólon, Plaza de Cólon, Madrid

Cólon, Plaza de Cólon

Næst okkur á Plaza de Cólon gnæfir stytta af Kólumbusi yfir fossaföllum og menningarmiðstöð, sem er neðanjarðar undir torginu. Þar er sýningarsalur og leikhús. Inngangurinn er við styttuna. Innst á torginu eru ljósbrúnir minnisvarðar um fræga spánska landkönnuði.

Næstu skref

Töluðu hátt á Peter’s Place

Ferðir

Góð veitingahús forðast hópa. Séu menn fleiri en sex til borðs aukast líkur á óþægilegum hávaða. Því fleiri því verra. Samkvæmt minni reynslu eru amerískir hópar verstir. Sennilega liggur Bandaríkjamönnum hátt rómur. Það getur verið martröð að sitja hjá slíkum hópi. Sjaldan er þeim þó meinaður aðgangur út á þjóðernið, því að slíkt væri óviðeigandi alhæfing. Samt hef ég lúmskt gaman að vertinum á Peter’s Place í Waterville á vesturströnd Írlands. Hann setti upp skilti, sem bannar aðgengi hávaðasamra hópa amerískra túrista. Ég mun heimsækja hann, þegar leið mín liggur þar um. En viðtökur hafa auðvitað verið misjafnar.

Heilsukerfið er að hrynja

Punktar

Fimm þúsund manns bíða eftir aðgerð á Landspítalanum, eina hátæknisjúkrahúsi landsins. Meðalbiðtíminn er kominn upp í 250 daga, það er átta mánuði! Verið er að útivista skrifstofum lækna í stafla af gámum á lóðinni, slík eru þrengslin á spítalanum. Greiðsluþátttaka er orðin of mikil í heilsukerfinu. Þúsundir hafa ekki efni á sínum hlut í kostnaðinum og neita sér um þjónustu. Tugþúsundir hafa ekki einu sinni heimilislækni. Heilsukerfið var ein grunnstoða samfélagsins, en er að hruni komið. Veigamesta ástæðan er, að ill ríkisstjórn taldi sér brýnt að lækka skatta á kvótagreifum og öðrum auðgreifum. Hafa forgang fram yfir heilsu okkar.

5. Madrid – vesturbær – Plaza Mayor

Borgarrölt
San Isidro, Plaza Mayor, Madrid

San Isidro hátíð á Plaza Mayor

Plaza Mayor

Þetta er hitt aðaltorgið í bænum, notalegt torg, laust við bílaumferð, kjörinn staður til að setjast niður á útikaffihúsi. Þetta er rétthyrnt torg í formföstum stíl, byggt í upphafi 17. aldar. Öll húsin við torgið eru í sama stíl, þrjár hæðir og með samtals 114 súlum, þar sem hægt er að ganga í skugga umhverfis torgið. Stytta af Filipusi III er á miðju torgi, svo og skarar af dúfum. Níu undirgöng liggja inn á torgið, sem að öðru leyti er lokað umheiminum.

Plaza Mayor, Madrid

Frímerkjamarkaður á Plaza Mayor

Plaza Mayor var áður helzta torg borgarinnar. Þar voru trúvillingar dæmdir og teknir af lífi, þar var nautaat háð og kóngar krýndir. Nú er þetta miðstöð ferðamanna í Madrid, en staðarmenn gera sig þar einnig heimakomna. Skrifstofa ferðamála er á nr. 3.

Skemmtilegast er á Plaza Mayor á sunnudagsmorgnum, þegar þar er frímerkja- og myntsafnaramarkaður. Þangað koma menn með albúmin sín til að skiptast á frímerkjum.


Ef við förum til vesturs út um undirgöngin í norðvesturhorni torgsins, framhjá snarlbarnum Mesón, og beygjum síðan til vinstri, komum við að fallegum og skemmtilegum matvælamarkaði miðbæjarins við 17. aldar torgið Plaza San Miguel. Í undirgöngunum til norðurs úr sama horni Plaza Mayor er veitingastaðurinn Toja.

Plaza Santa Ana

Við förum hins vegar til austurs út um undirgöngin í suðausturhorni torgsins og göngum framhjá utanríkisráðuneyti Spánar eftir götunum Gerona og Bolsa, unz við komum að torgunum Plaza del Ángel og Plaza Santa Ana, þar sem hótelið Victoria gnæfir hæst. Á þessum slóðum eru flestir barir og kaffihús í borginni, miðað við flatarmál, þar á meðal Café Central, Cerveceria Alemana, Cuevas de Sésame og La Trucha. Hér er líka veitingahúsið El Cenador del Prado.

Við göngum svo frá Santa Ana norður Principe, unz við komum að götunni San Jerónimo, þar sem við beygjum til vinstri til Plaza Puerta del Sol, þar sem við hófum þessa gönguferð um gamla miðbæinn í Madrid.

Næstu skref

4. Madrid – vesturbær – Rastro

Borgarrölt
Rastro, Madrid

Rastro

Cuchilleros, Madrid

Cuchilleros

Til suðurs frá kirkjunni liggur gatan Estudios að Plaza de Cascorro. Þar byrjar markaðurinn Rastro, sem einkum er í götunni Ribera di Curtidores og raunar líka í flestum nálægum götum. Þetta er helzti flóamarkaður borgarinnar, opinn á sunnudögum 10-14 og í seinni tíð einnig á laugardögum. Þar er jafnan mikið mannhaf og nokkuð um vasaþjófnað.

Á þessum slóðum er elzti og litríkasti hluti borgarinnar. Hér eru víða steinlögð öngstræti og hér er talað með digurstum hreim Madridarbúa.

Við förum hins vegar til baka inn á Cava Baja og höldum þá götu til norðurs yfir torgið Plaza Puerta Cerrada, þar sem nafn götunnar breytist í Cuchilleros. Á þessari leið eru veitingahúsin í röðum, svo sem Casa Paco og Casa Botín. Við förum upp tröppurnar og undirgöngin inn á Plaza Mayor.

Næstu skref

3. Madrid – vesturbær – Plaza de la Villa

Borgarrölt
Ayuntamieneto, Madrid

Ayuntamieneto, Plaza de la Villa

Plaza de la Villa

Við höldum suður eftir götunni meðfram konungshöllinni, Bailén, unz við komum að Mayor, sem liggur til baka að Plaza Puerta del Sol, þar sem við hófum göngu okkar. Á þeirri leið komum við fljótlega að Plaza de la Villa, hinu gamla ráðhústorgi borgarinnar. Á miðju torginu er stytta af Álvaro de Bazán flotaforingja, hetju sjóorrustunnar við Lepanto.

San Miguel, Madrid

San Miguel

Andspænis okkur, austan torgsins, er 15. aldar turninn Torre de Los Lujanes, þar sem Frans I var í haldi eftir orrustuna við Pavía. V
ið hlið turnsins er Hemeroteca í márastíl með voldugum inngangi í gotneskum stíl. Neðan við torgið er Casa de Cisneros, frá 16. öld, í gotneskum silfursmíðastíl, með eftirtektarverðum svalaglugga. Vestan við torgið er svo ráðhús borgarinnar, Ayuntamiento, reist á miðri 17. öld í endurreisnarstíl.

 

Catedral de San Isidro

Catedral de San Isidro, Madrid

Catedral de San Isidro

Héðan höldum við á vit gamla bæjarins í Madrid. Við göngum sundið Punonrostro norðan við Torre de Los Lujanes og leið okkar liggur til suðurs að 18. aldar kirkjunni San Miguel í ítölskum hlaðstíl með íbjúgri framhlið. Við höldum enn áfram til suðurs eftir götunni Letamendi, unz við komum að kirkjunni San Pedro. 14. aldar turn kirkjunnar er annar af tveimur turnum í borginni í márastíl.

Hér getum við haldið áfram götuna San Pedro til suðurs að Plaza San Andrés, þar sem við beygjum til vinstri inn langa og mjóa g
ötu, Cava Baja
, sem er helzta veitingahúsagata borgarinnar. Í þeim kafla bókar
innar segir frá Esteban, Casa Lucio og El Schotis. Síðan beygjum við til hægri götuna Bruno og komum beint að dómkirkjunni, Catedral de San Isidro, sem er við götuna Toledo.

San Isidro er verndardýrlingur Madrid. Mesta hátíð ársins er haldin honum til heiðurs 8.-15. maí. Það er hátíð tónlistar og matargerðarlistar, nautaats og næturlífs, svo og annarrar skemmtunar. Sjálf dómkirkjan er frá 17. öld, í voldugum og ströngum jesúítastíl.

Næstu skref

Einokun ofar öllu

Punktar

Helzta trúarjátning markaðsbúskapar er, að innan samstæðu megi ekki vera annað og lægra verð en á opnum markaði. Sjálfstæðis og Framsókn höfðu engan áhuga á þessu, þegar þeir leystu Mjólkursamsöluna undan áþján frelsisins. Hef enga trú á, að Einar Sigurðsson verði dæmdur fyrir fólsku. Hann er á undanþágu með sína Mjólkursamsölu. Má haga sér eins og honum þóknast, eins og Sigurjón Pétursson í bankanum. Páll Pálsson í Samkeppniseftirlitinu verður hins vegar skorinn niður við trog eins og Sérstakur. Það er gangur lífsins í gerspilltum helmingaskiptum stjórnarflokkanna. Í hugarheimi bófa er einokun ofar öllu, æðri en samkeppni.

2 – Madrid – vesturbær – Palacio Real

Borgarrölt
Palacio Real, Madrid

Palacio Real, séð frá Plaza de Oriente

Plaza de Oriente

Við hverfum til baka og göngum Arenal áfram, förum framhjá óperuhúsinu Teatro Real, sem er frá fyrri hluta nítjándu aldar, og komum inn á torgið Plaza de Oriente  fyrir framan langhlið konungshallarinnar. Á torginu er stytta af Filipusi IV Spánarkonungi, gerð eftir teikningum eftir Velázquez. Við torgið suðaustanvert er útikaffihúsið Café de Oriente, þar sem við getum hvílt okkur.

Ef við nennum, getum við farið norður fyrir höllina og gengið tröppurnar niður í Sabatini-garða, sem eru með klipptum trjám að frönskum hætti. Þaðan er virðulegt útsýni til konungshallarinnar.

Annars förum við suður fyrir höllina, því að gengið er inn í hana að sunnanverðu, þar sem hallarportið er. Konungsfjölskyldan býr ekki lengur í Palacio Real. Höllin er notuð fyrir opinberar móttökur og gestaboð, en að öðru leyti er hún safn, opið almenningi.

Palacio Real, Madrid 2

Palacio Real hásætissalur

Palacio Real

Palacio Real var byggð á átjándu öld á grunni eldri hallar, sem brann árið 1734. Í henni eru 2.800 herbergi, en frá árinu 1931 hefur enginn búið þar. Hápunktur safnsins er hásætissalurinn, sem er sennilega skrautlegasti salur heimsins, klæddur gullflúruðu pelli og purpura, með loftmálverki eftir Tiepolo.

Íbúð Maríu Kristínu drottningar er til sýnis sem veggteppasafn. Íbúð Ísabellu prinsessu er til sýnis sem málverka-, útsaums-, postulíns- og kristalssafn. Þar eru til dæmis verk eftir Goya, Bosco, Rubens, Greco og Velázquez. Bókasafn Filipusar V er til sýnis sem bóka- og myntsafn. Einnig er til sýnis lyfjasafn hallarinnar og herklæðasafn. Inn í skrautvagnasafn er gengið á öðrum stað, úr garðinum Campo del Moro, sem er vestan hallar. Þaðan er glæsilegt og bratt útsýni upp til hallarinnar.

Næstu skref

5. Madrid

Borgarrölt
Boqueria, Barcelona

Boqueria, Barcelona

Veitingar

Þar sem Spánverjar borða tvisvar á dag og á undarlegustu tímum, þurfa þeir snarl inn á milli. Það kalla þeir tapas, sem þeir úða í sig á vín- og snarlbörum milli klukkan 13 og 14 á daginn og milli klukkan 20 og 23 á kvöldin, meðan þeir eru að bíða eftir, að tímabært sé að fara í veitingahús.

Casa Bótín, restaurant, Madrid

Casa Bótín, Madrid

Tapas-barir eru alveg rosalega fjörlegir og hávaðasamir staðir. Snarlið er oft djúpsteikt og fitandi, en sumt er gott, svo sem smokkfiskhringir (calamares), rauðar smápylsur, skarpkryddaðar og áfengisvættar (chorizo), rækjur (gambas og cigalas), skeljar (almejas), ansjósur (anchoas), sniglar (caracoles), ostur (manchego) og hráskinka (jamón serrano).

Þótt Madrid sé inni í miðju landi, er borgin fræg fyrir góða sjávarrétti. Aflinn kemur í flugi á nóttunni frá sjávarplássum við Miðjarðarhaf og Atlantshaf. Kokkarnir fara sjálfir snemma á morgnana á fiskmarkaðinn til innkaupa.

Matreiðslan er svo sem ekki betri en á Íslandi, en tegundirnar eru miklu fleiri. Þar eru ostrur (ostras) og ótal skelfiskar (almejas), margar tegundir af rækjum (gambas, cigalas, langostas, langostinos), humar (bogavante), fiskar á borð við þykkvalúru (rodaballo) og kólguflekk (besugo) og hafurriða (merluza).

Yfirleitt borgar sig að biðja um einfalda matreiðslu, til dæmis grillun (a la parilla) eða ofnbökun (al horno). Ekki má heldur gleyma saltfiskinum (bacalao), sem er á boðstólum í flestum veitingastofum, þar á meðal hinum beztu, og er langtum betri en við þekkjum heima á Íslandi.

Valencia market

Valencia markaðurinn

Gagnstætt því, sem margir halda, er hægt að fá mjög góða nautasteik (buey) víðast hvar á Spáni. Ennfremur er þar fjölbreytni í ýmissi villibráð, svo sem dádýrum (corzo og venado), akurhænum (perdiz) og orrum (codorniz).

Um slíkar steikur gildir hið sama og um aðra matreiðslu á Spáni, að hún er bezt sem einföldust, grillun (a la parilla) eða ofnsteiking (asado). Hrásteiking er bezt (poco hecho), fremur en miðlungi steikt (regular) eða mjög steikt (muy hecho).

Spánverjar eru mikið fyrir hrísgrjónagrauta, -vellinga og súpur með kanil (arroz con leche). Eftirréttir af því tagi eru í boði víðast hvar og eru mun frumlegri en við þekkjum á Íslandi. Steingrímur Hermannsson ætti að prófa það.

Eitt hið bezta við veitingamennsku í Madrid og raunar víðast hvar á Spáni er kaffið, sem kemur sterkt og gott úr ítölskum kaffivélum. Spánverjar drekka það svart, (café solo). Á morgnana fá þeir sér það stundum mjólkurblandað, (café con leche).

Önnur sérgrein í Madrid eru vindlarnir frá rómönsku Ameríku, þar á meðal frá Kúbu. Hvergi hef ég séð annað eins úrval af allra fínustu vindlum heims, né á jafnlágu verði og á Spáni.

Og þá hefjum við gönguna.

Næstu skref

4. Madrid

Borgarrölt
Rambla, Barcelona

Rambla, Barcelona

Madrid er ekki bara fjörugusta höfuðborg Evrópu, heldur líka sú hæsta, í 646 metra hæð yfir sjávarmáli, með þrjár milljónir íbúa. Nafn borgarinnar er frá Márum, sem kölluðu hana Magerit. Árið 1083 náðu kristnir menn henni af íslömum. Hún varð af tilviljun höfuðborg árið 1561, þegar Habsborgarinn Filippus II ákvað að reisa konungshöllina El Escorial. En hún var áfram sóðalegt þorp enn um skeið.

Borgin fékk ekki höfuðborgarbrag fyrr en með valdatöku Búrbóna á 18. öld. Þeir byggðu konungshöllina og málverkahöllina Prado og lögðu breiðstræti og garða um borgina. Með opnun nýrra listasafna er Madrid orðin ein helzta lista- og menntaborg heimsins.

Næstu skref