Töluðu hátt á Peter’s Place

Ferðir

Góð veitingahús forðast hópa. Séu menn fleiri en sex til borðs aukast líkur á óþægilegum hávaða. Því fleiri því verra. Samkvæmt minni reynslu eru amerískir hópar verstir. Sennilega liggur Bandaríkjamönnum hátt rómur. Það getur verið martröð að sitja hjá slíkum hópi. Sjaldan er þeim þó meinaður aðgangur út á þjóðernið, því að slíkt væri óviðeigandi alhæfing. Samt hef ég lúmskt gaman að vertinum á Peter’s Place í Waterville á vesturströnd Írlands. Hann setti upp skilti, sem bannar aðgengi hávaðasamra hópa amerískra túrista. Ég mun heimsækja hann, þegar leið mín liggur þar um. En viðtökur hafa auðvitað verið misjafnar.