Heilsukerfið er að hrynja

Punktar

Fimm þúsund manns bíða eftir aðgerð á Landspítalanum, eina hátæknisjúkrahúsi landsins. Meðalbiðtíminn er kominn upp í 250 daga, það er átta mánuði! Verið er að útivista skrifstofum lækna í stafla af gámum á lóðinni, slík eru þrengslin á spítalanum. Greiðsluþátttaka er orðin of mikil í heilsukerfinu. Þúsundir hafa ekki efni á sínum hlut í kostnaðinum og neita sér um þjónustu. Tugþúsundir hafa ekki einu sinni heimilislækni. Heilsukerfið var ein grunnstoða samfélagsins, en er að hruni komið. Veigamesta ástæðan er, að ill ríkisstjórn taldi sér brýnt að lækka skatta á kvótagreifum og öðrum auðgreifum. Hafa forgang fram yfir heilsu okkar.