Skattagögn enn ókeypt

Punktar

Enn veltir skattrannsóknastjóri fyrir sér, hvort kaupa eigi erlend gögn, sem sýna skattsvik hundraða Íslendinga gegnum skattaparadísir. Þýzka skattakerfið keypti slík gögn með góðum árangri. Fjárhagslegur ávinningur var þar mikill og yrði einnig hér. En Bryndís Kristjánsdóttir vísaði kaleiknum frá sér í hendur Bjarna Benediktssonar ráðherra. Hann hefur látið í ljósi efa um gagnakaupin. Enda eru á listanum fjölmennir flokksbræður hans og fjárstuðningsmenn. Þetta mál sýnir í hnotskurn muninn á alvöruríki eins og Þýzkalandi og skítaríki eins og Íslandi. Hér stjórna bófar, sem reyna að tefja sjálfsagðar uppljóstranir.