4. Madrid – vesturbær – Rastro

Borgarrölt
Rastro, Madrid

Rastro

Cuchilleros, Madrid

Cuchilleros

Til suðurs frá kirkjunni liggur gatan Estudios að Plaza de Cascorro. Þar byrjar markaðurinn Rastro, sem einkum er í götunni Ribera di Curtidores og raunar líka í flestum nálægum götum. Þetta er helzti flóamarkaður borgarinnar, opinn á sunnudögum 10-14 og í seinni tíð einnig á laugardögum. Þar er jafnan mikið mannhaf og nokkuð um vasaþjófnað.

Á þessum slóðum er elzti og litríkasti hluti borgarinnar. Hér eru víða steinlögð öngstræti og hér er talað með digurstum hreim Madridarbúa.

Við förum hins vegar til baka inn á Cava Baja og höldum þá götu til norðurs yfir torgið Plaza Puerta Cerrada, þar sem nafn götunnar breytist í Cuchilleros. Á þessari leið eru veitingahúsin í röðum, svo sem Casa Paco og Casa Botín. Við förum upp tröppurnar og undirgöngin inn á Plaza Mayor.

Næstu skref