3. Agra – Fatepur Sikri 2

Borgarrölt
Jama Mashid, Fatepur Sikri 3

Jama Mashid, Fatepur Sikri

Jama Masjid

Jama Mashid, Buland Gate Fatepur Sikri 3

Buland Gate, Jama Mashid

Til hliðar við hallarhverfið er Jama Masjid, moska konungs og Sahim Chishti, grafhýsi spekingsins Sahim Chishti.

Jama Masjid moskan var byggð 1571-1575 á vegum Sahim Chishti. Hlið moskunnar heitir Buland Darwaza.

Sahim Chishti

Sahim Chishti er líkhús samnefnds sufi-spekings, reist á vegum Akbar shah 1580. Hvítur marmari líkhússins stingur í stúf við sandstein annarra halla á svæðinu.

Næstu skref
Sahim Chrishti, Fatepur Sikri

Sahim Chishti

2. Agra – Fatepur Sikri

Borgarrölt
Diwan I Khas, Fatepur Sikri

Diwan I Khas, Fatepur Sikri

Fatepur Sikri

Diwan I Khas, Fatepur Sikri 2

Miðsúlan í Diwan I Khas

Konungshöll Akbar er 37 km suðvestan við Agra. H

ún var notuð 1571-1585. Eftir aðeins fjórtán ár var hún yfirgefin af óþekktum ástæðum og lítur enn út hálfri fimmtu öld síðar eins og hún hafi verið yfirgefin í gær.

Eins og fleiri hallir múslima er hún þorp margra smárra halla í stórum garði með bunulækjum.

Helztu hallir í garðinum eru:

Diwan-i-Khas

Diwan-i-Khas er áheyrnarsalur konungs fyrir einkagesti, með voldugri súlu í miðjun sal. Súlan ber uppi svalir fyrir konunginn.

Panch Mahal

Panch Mahal er fimm hæða höll drottningar, með miklum skógi 176 súlna.

Næstu skref
Panch Mahal, Fatepur Sikri

Panch Mahal, Fatepur Sikri

 

B. Agra – Taj Mahal

Borgarrölt

Taj Mahal, Agra 3

Taj Mahal

230 km sunnan við Delhi er hinn forna höfuðborg mógúlanna í Agra á 16. og 17. öld. Hún geymir einn mesta dýrgrip menningarsögunnar, minningarhöllina Taj Mahal.

Shah Jakan lét reisa Taj Mahal til minningar um drottningu sína, Mumtaz Mahal. Minningarhöllin er paradís, eins konar gimsteinn í víðáttumiklum garði. 500 kíló af gulli fóru í höllina. Smíðinni lauk 1653.

Höllin er samhverf utan um miðsal með kistum drottningar og konungs. Veggir hallarinnar eru klæddir marmara að utan sem innan með innlögðum blómaskreytingum og versum úr kóraninum.

Næstu skref

11. Delhi – Baha’i musteri

Borgarrölt

Bahai musterið, Delhi

Baha’i musteri

Enn sunnar í borginni er musteri Baha’i.

Lótus musterið er höfuðhof Bahá’í trúar í heiminum, hannað af hinum persneska arkitekt Fariborz Sahba, sem nú er landflótta í Kanada, eins og ýmsir höfuðarkitektar Persa. Það er í líkingu lótusblóms og er eitt fegursta mannvirk heims.

Í hofinu er hvorki predikað né stundaðar helgiathafnir, en fólk allra trúarbragða má lesa upp úr helgiritum sínum og þar má einnig flytja tónlist. Þetta er einn vinsælasti ferðamannastaður heims, slær út Eiffel-turninn og Taj Mahal.

Næstu skref

10. Delhi – Qtab Minar

Borgarrölt

Humayun grafhýsi Delhi

Humayun

Delhi Qtab Minar

Qtab Minar

Nokkru suðaustan við India Gate er Humayun grafhýsið.

Humayun er legstaður annars konungs mógúlaveldisins 1565 í persneskum stíl, svipað og Taj Mahal í Agra. Grafhýsið er á heimsminjaskrá Unesco.

Qtab Minar

Í suðurhluta borgarinnar er Qtab Minar sigurturninn

Qtab Minar er sigurturn múslima eftir valdatökuna 1193. Turninn er 73 metra hár, hlaðinn úr múrsteini, næsthæsti kallturn Indlands, breiðastur neðst, 14 metrar, og grennstur efst, tæpir 3 metrar. Þrepin eru 379 í tröppunum upp turninn. Turninn er á heimsminjaskrá Unesco.

Næstu skref

 

9. Delhi – India Gate

Borgarrölt

Þjóðminjasafn

India Gate, Delhi

India Gate

Á horni Rajpath og Janpath komum við að þjóðminjasafni Indlands. Þetta eru rómgóð og glæsileg húsakynni á þremur hæðum, sem hæfa landi, er hefur eina fjölbreyttustu menningarsögu jarðar.

India Gate

Rajpath er vettvangur hersýninga og skrautsýninga á helztu hátíðisdögum landsins. Gatan endar svo í garðinum umhverfis India Gate, minnisvarða óþekkta hermannsins.

Við höfum nú litið á sumt af því markverðasta í Old og New Delhi og snúum okkur að þremur merkisstöðum, sem eru utan miðbogarinnar.

Næstu skref

 

8. Delhi – Government Buildings

Borgarrölt
Delhi Government Building North Block

Delhi Government Building North Block

Rashtrapati Bhavan

Delhi Rashtrapati Bahvan

Inngangshlið forsetahallarinnar Rashtrapati Bahvan

Héðan tökum við okkur far að vesturenda Rajpath breiðgötunnar, þar sem er inngangshlið forsetahallarinnar, Rashtrapati Bhavan.

Rashtrapati Bhavan var byggð sem stjórnarsetur brezka varakonungsins yfir Indlandi og gerð að forsetahöll, þegar Indland varð sjálfstætt ríki. Umhverfis höllina eru Mughal garðarnir. Arkitekt hallarinnar var Edwin Lutyens, sem hannaði flestar b
yggingar stjórnarráðsins í Delhi.

Government buildings

Hér slær hjarta Indlands nútímans. Þegar horft er til austurs frá inngangshliðinu, blasa við stjórnarskrifstofur Indlands beggja vegna götunnar.

Syðri hlutinn hýsir forsætis-, utanríkis- og varnarmálaráðuneytin og nyrðri hlutinn hýsir fjármála- og innanríkisráðuneytin.

Sansad Bhavan

Við göngum götuna til austurs. Þegar við komum fram fyrir stjórnarskrifstofurnar, blasir þinghúsið við í norðri, hringlaga bygging, Sansad Bhavan.

Við höldum áfram til austurs eftir breiðstrætinu Rajpath og komum að Vijay Chowk, þar sem eru voldugir gosbrunnar sinn til hvorrar handar.

Næstu skref
Delhi Parliament

Sansad Bhavan þinghúsið

7. Delhi – Lakshmi Narayan

Borgarrölt

Delhi Gurdwara Bangla Sahib

Gurudwara Bangla Sahib

Enn förum við áfram eftir Sansad Marg einn km og beygjum síðan til hægri eftir Ashoka Road annan km, unz við komum að torginu Gol Dak Kana.

Þar er Gurudwara Bangla Sahib, eitt helzta musteri sikha, byggt 1783, frægt fyrir gullna þakhjálma. Í musterinu er afgreiddur ókeypis matur og er það þegið af 10.000 manns á hverjum degi.

Lakshmi Narayan

Héðan getum við farið yfir Baba Kharak Singh Marg og gengið 1 km eftir Bhai Vir Sing Margh að Lakshmi Narayan musterinu í fallegum garði. 

Lakshmi Narayan er fyrsta musterið, þar sem stéttleysingjar máttu koma, byggt 1938 í nútíma indverskum musterisstíl, afar hreint og vel við haldið.

Næstu skref

Delhi Lakshmi Naryan Mandir

6. Delhi – Jantar Mantar

Borgarrölt
Delhi Jantar Mantar

Jantar Mantar stjörnuskoðunarstöðin

New Delhi

Við yfirgefum nú Old Delhi og tökum far til miðju New Delhi á Connaught Place.

Connaught Place er risavaxið hringtorg með verzlunum og þjónustu borgarinnar, hannað í brezkri nýklassík með skuggsælum gangstéttum, sem geta komið sér vel í hitunum.

Jantar Mantar

Við förum suðvestur frá Connaught Place eftir Sansad Marg um eins km leið að Jantar Mantar stjörnuskoðunarstöðinni frá 1774. Þar er risavaxið sólúr í stórum garði og fleiri mannvirki til að mæla stöðu sólar og stjarna.

Næstu skref

5. Delhi – Jama Masjid

Borgarrölt

Jama Masjid moska, Delhi 2

Jama Masjid

Delhi Jami Masjid 2

Aðalinngangur Jama Masjid

Frá Channi liggur leiðin einn km eftir götunni Esplanade Road að Jama Masjid.

Stærsta mosku landsins er Jama Masjid. Hún var byggð um leið og Red Fort úr rauðum sandsteini á vegum Shah Jahan. Er enn í notkun og rúmar 20.000 manns á bænatímum, auk þeirra sem heyra messuna úti á torginu.

Vestan við Jama Masjid er elzti heildsölubazar Delhi, Chawri Bazar.

Næstu skref

Bankaráðið samábyrgt

Punktar

Steinþór Pálsson bankastjóri ber ekki einn ábyrgð á gjafagerningnum, er Borgun var seld. Samningurinn var borinn undir bankaráðið og pólitískir fulltrúar fjórflokksins sögðu já og amen. Tryggvi Pálsson, Danielle P. Neben, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir,  Helga Björk Eiríksdóttir, Jón Sigurðsson, Jóhann Hjartarson, og Kristján Þ. Davíðsson eru samábyrg. Gerningurinn fólst í, að Borgun var seld fyrirtæki ættingja Bjarna Ben fjármála og samstarfsmanna þeirra fyrir hálfvirði í kyrrþey án útboðs. Fjórflokkurinn er því allur meira eða minna ábyrgur fyrir einkavinavæðingunni. Gaman væri að vita, hvað hinir flokkarnir fá í staðinn.

4. Delhi – Chandni chowk

Borgarrölt

Delhi Chandni Chowk

Chandni chowk

Frá virkishliðinu förum við beint áfram inn á bazarinn Chandni Chowk.

Chandni er einn elzti og stærsti bazar borgarinnar, vel í sveit settur milli Red Fort og aðaljárnbrautarstöðvarinnar. Í gamla daga voru miklar hátíða-prósessíur framdar á þessari breiðgötu. Út frá henni liggja verzlunarsund til allra átta. Þangað leita nú jafnt heimamenn sem ferðamenn að kaupsýslu.

Næstu skref

3. Delhi – Red Fort – Diwan-i-Khas

Borgarrölt
Delhi Red Fort Diwan I Kash 2

Rang Mahal

Rang Mahal

Áfram liggur leiðin í Rang Mahal, gullna sali kvennabúrs mógúlsins. Um miðja höllina rennur lítill lækur, Lækur Paradísar. Undir höllinni er kjallari, þar sem konurnar kældu sig, þegar heitt var í veðri.

Diwan-i-Kash

Delhi Red Fort Diwan I Kash

Red Fort, Diwan-i-Kash

Við beygjum til norðurs um Kash Mahal, íbúð mógúlsins og komum að Diwan-i-Kash, höll hins fræga páfugls-hásætis. Þar sat mógúllinn í haug gimsteina og hlustaði á ráðgjafa sína og mikilsháttar gesti.

Við röltum lengur um sali og garða unz við förum aftur út um Lahori Gate.

Red Fort er á heimsminjaskrá Unesco.

Næstu skref

2. Delhi – Red Fort – Lahori Gate

Borgarrölt
Delhi Red Fort, Lahori Gate

Red Fort, Lahori Gate

Red Fort

Við hefjum leikinn í Red Fort við voldugan innganginn, Lahori Gate. Nafn virkisins stafar af rauðum sandsteini bygginganna. Svæðið var byggt 1639 á vegum á vegum Shah Jahan og var höll mógúlanna allt til 1857, þegar brezki varakeisarinn tók við.

Red Fort, Delhi 2

Red Fort, Diwan-i-Aam

Að hætti múslima er þetta ekki ein höll heldur margar litlar í stórum garði. Þekktastar eru Diwan-i-Aam, Rang Mahal og Diwan-i-Khas.

Diwan-i-Aam

Við förum frá Lahori Gate beint austur að Diwan-i-Aam, áheyrnarsal mógúlsins úr sandsteini. Höllin er fagurlega skreytt súlum, burðarbogum og veggjum. Þar sat mógúllinn daglega í hásæti í sextíu súlna sal og hlustaði á kvartanir og önnur erindi almennings.

Hásæti mógúlsins, Red Fort, Delhi

Red Fort, hásæti mógúlsins í Diwan-i-Aam

Næstu skref

 

A. Indland – Delhi

Borgarrölt, Indland
Delhi 5

Umferð í Delhi

Delhi

Delhi 2

Verzlunarhættir í Delhi

Delhi er höfuðborg Indlands og önnur stærsta borg heims með sextán milljón íbúa. Þar eru enn uppistandandi mannvirki frá því um 300 f.Kr. og musteri frá ýmsum síðari tímabilum. Þar eru moskur og hof, Rauða virkið og ótalmargir aðrir skoðunarverðir staðir.

Old Delhi

Gamla miðborg yfirstéttarinnar frá tímum mógúlanna, áður varin af miklum borgarmúr. Aðeins voldug borgarhliðin standa eftir. Borgarhlutinn er orðinn næsta hrörlegur í nútímanum, en þeim mun líflegri. Með sögufrægum minjum fyrir túrista og hávaðasömum verzlunarhverfum fyrir heimamenn.

Hér er Rauða virkið – höll mógúlsins og Jama Masjid moskan.

Næstu skref
Delhi 6

Markaður í Delhi