9. Delhi – India Gate

Borgarrölt

Þjóðminjasafn

India Gate, Delhi

India Gate

Á horni Rajpath og Janpath komum við að þjóðminjasafni Indlands. Þetta eru rómgóð og glæsileg húsakynni á þremur hæðum, sem hæfa landi, er hefur eina fjölbreyttustu menningarsögu jarðar.

India Gate

Rajpath er vettvangur hersýninga og skrautsýninga á helztu hátíðisdögum landsins. Gatan endar svo í garðinum umhverfis India Gate, minnisvarða óþekkta hermannsins.

Við höfum nú litið á sumt af því markverðasta í Old og New Delhi og snúum okkur að þremur merkisstöðum, sem eru utan miðbogarinnar.

Næstu skref