6. Delhi – Jantar Mantar

Borgarrölt
Delhi Jantar Mantar

Jantar Mantar stjörnuskoðunarstöðin

New Delhi

Við yfirgefum nú Old Delhi og tökum far til miðju New Delhi á Connaught Place.

Connaught Place er risavaxið hringtorg með verzlunum og þjónustu borgarinnar, hannað í brezkri nýklassík með skuggsælum gangstéttum, sem geta komið sér vel í hitunum.

Jantar Mantar

Við förum suðvestur frá Connaught Place eftir Sansad Marg um eins km leið að Jantar Mantar stjörnuskoðunarstöðinni frá 1774. Þar er risavaxið sólúr í stórum garði og fleiri mannvirki til að mæla stöðu sólar og stjarna.

Næstu skref