7. Delhi – Lakshmi Narayan

Borgarrölt

Delhi Gurdwara Bangla Sahib

Gurudwara Bangla Sahib

Enn förum við áfram eftir Sansad Marg einn km og beygjum síðan til hægri eftir Ashoka Road annan km, unz við komum að torginu Gol Dak Kana.

Þar er Gurudwara Bangla Sahib, eitt helzta musteri sikha, byggt 1783, frægt fyrir gullna þakhjálma. Í musterinu er afgreiddur ókeypis matur og er það þegið af 10.000 manns á hverjum degi.

Lakshmi Narayan

Héðan getum við farið yfir Baba Kharak Singh Marg og gengið 1 km eftir Bhai Vir Sing Margh að Lakshmi Narayan musterinu í fallegum garði. 

Lakshmi Narayan er fyrsta musterið, þar sem stéttleysingjar máttu koma, byggt 1938 í nútíma indverskum musterisstíl, afar hreint og vel við haldið.

Næstu skref

Delhi Lakshmi Naryan Mandir