3. Delhi – Red Fort – Diwan-i-Khas

Borgarrölt
Delhi Red Fort Diwan I Kash 2

Rang Mahal

Rang Mahal

Áfram liggur leiðin í Rang Mahal, gullna sali kvennabúrs mógúlsins. Um miðja höllina rennur lítill lækur, Lækur Paradísar. Undir höllinni er kjallari, þar sem konurnar kældu sig, þegar heitt var í veðri.

Diwan-i-Kash

Delhi Red Fort Diwan I Kash

Red Fort, Diwan-i-Kash

Við beygjum til norðurs um Kash Mahal, íbúð mógúlsins og komum að Diwan-i-Kash, höll hins fræga páfugls-hásætis. Þar sat mógúllinn í haug gimsteina og hlustaði á ráðgjafa sína og mikilsháttar gesti.

Við röltum lengur um sali og garða unz við förum aftur út um Lahori Gate.

Red Fort er á heimsminjaskrá Unesco.

Næstu skref