Framsóknarmenn geta haft góðar hugmyndir. Einn, sem ég þekki, mælir með, að Keflavíkurvelli verði breytt í fríhöfn upplýsingaiðnaðar eins og Shannon á Írlandi. Ég tel þar líka eiga að vera miðstöð innanlandsflugs, svo að við spörum okkur nýjan flugvöll upp á milljarða. Raunar ætti allt landið að vera fríhöfn. Tollar eru orðnir úreltir, því að flutningskostnaður til landsins er ígildi tolla. Það tekur mig klukkutíma að fara í tollpóstinn að sækja bók, sem kostar mig 600 kr í vask og kostar tollpóstinn meira en 600 krónur að afgreiða. Þetta er hrein og klár della á 21. öld.
