Valdabaráttan

Punktar

Fátæku ríkin felldu breytingar á rekstri Sameinuðu þjóðanna í gær, gegn atkvæðum Bandaríkjanna, Evrópu og Japans. Fátæku ríkin óttast, að hinir ríku ætli að ráðskast meira með samtökin. Atkvæðagreiðslan eykur líkur á, að Bandaríkin hætti aftur að greiða framlög til samtakanna. Hinar felldu breytingar miðuðu að skynsamlegri rekstri þeirra og fólu í sér sátt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þótt efnislega hafi þær að flestu leyti verið til bóta, töldu fátæku ríkin rétt að sýna, hverjir hafa meirihluta. Úrslitin voru innlegg í valdabaráttu heimsmálanna.