Hnattvæðing í ógöngum

Punktar

Sebastian Mallaby segir í Washington Post, að hnattvæðingin hafi lent í ógöngum. Út um þúfur hafa farið fjölþjóðlegir samningar um aukið frjálsræði í viðskiptum. Áhugi hefur minnkað í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, síðan þriðji heimurinn fór að heimta, að ríku löndin legðu meira af mörkum, opnuðu til dæmis markað fyrir búvöru. Samskipti þjóða heims fara í auknum mæli framhjá Heimsviðskiptastofnuninni, Alþjóðabankanum og Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum, sem hingað til hafa einkum gætt hagsmuna Vesturlanda. Það, sem í rauninni amar að hnattvæðingunni, er óeining Vesturlanda.