Krónan er of lítil

Punktar

Þeim fjölgar, sem sjá óhagræði við lítinn gjaldmiðil í ólgusjó fjármála heimsins. Nú síðast hefur Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, látið í ljós efa um, að krónan henti Íslandi lengur, þegar hnattvæðingin magnast. Veltingur krónunnar hefur magnast síðustu vikur. Erlendir gengisbraskarar hafa spekúlerað með gengi hennar. Hún er of lítil til að standast slíkan aðsúg. Þótt hún haldi verðgildi sínu til lengdar, er óþægilegt, að hún velti upp og niður frá degi til dags. Og braskið þýðir líka, að vextir í landinu eru mun hærri en ella.