Herstöðvaandstæðingar eru ekki lengur reiðastir Bandaríkjunum. Reiðastir eru hernámssinnar, sem árum saman hafa varið erlendan her í landinu. Þeir hafa verið sviknir, svo sem sjá og heyra má á Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra, sem hefur allt á hornum sér vegna brottfarar hersins. Venjulega hafa Bandaríkin átt fullt af vinum hér á landi, en nú eiga þau engan vin, því að þau hafa sparkað í vinina. Þetta vináttuleysi lýsir sér á öðrum sviðum, því að alls enginn treystir sér til að verja aðrar gerðir Bandaríkjanna í utanríkismálum, svo sem í Írak.