Gera sig breiða

Punktar

Menn eru alltaf að hóta einhverju í alþjóðapólitík. Persum er hótað stríði, jafnvel atómstríði, ef þeir haldi áfram að þróa kjarnorku. Serbum er hótað, að þeir komist ekki í Evrópusambandið, ef þeir láti ekki Ratko Mladic stríðsglæpamann af hendi. Sjaldnast er tekið mark á slíkum hótunum, enda er almennt talið, að þær séu marklausar. Evrópusambandið er þekktast þeirra, sem hóta, án þess að vera reiðubúnir að standa við það, ef illa fer. Vont er að flagga innihaldslausum hótunum í heimsmálunum. Menn eiga að láta sér nægja að gorta af því, sem þeir geta staðið við.