Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur tilkynnt fransk-þýzka leitarvél, Quaero, sem á að keppa við Google og leita í senn að texta, tali og myndum. Önnur ráðagerð er að koma upp farsímum með sjónvarpi. Alls eru sex sóknarfæri, sem ráðgjafar Chirac vilja styðja með handafli. Áður hefur Frökkum gengið vel með Airbus og hraðlestir, en miður með sumt annað. Frakkland er síðasti sósíalismi Evrópu, þar sem ríkið hlúir með handafli að sérvöldum einkafyrirtækjum. Í haust byrjar fréttasjónvarpið CII, sem er franska svarið við CNN.